Gripla - 01.01.1998, Síða 184
182
GRIPLA
Hann vígðist prestur, og þjónaði síðast á Klyppsstað. Finnur var annálaður
sögumaður í skóla sem segir í Dœgradvöl. Hann gat sagt ýmis konar sögur,
bóksögur jafnt sem munnmælasögur (Benedikt Gröndal 1965:106-107).
Víðar eru minnisgreinar um munnmælasögur og hvað gera þurfi, hvað sem úr
hefur orðið. Minnisgrein er þess efnis að skrifa þurfi
mönnum til og safna um Pál Vídalín, Skúla Magnússon, Reynistaða-
bræður, Hafnarbræður, Fjalla-Eyvind, Axlar-Bjöm, Gottsvein gamla
og syni hans, síra Sæmund Hólm, Bjarna amtmann ...
en skrifa þarf Jóni Þórðarsyni og Páli Melsteð, Gísla Konráðssyni o.fl. Yfir
þessarri minnisgrein stendur: „14da jan. 1852.“ Og er ljóst að skrásetjari ætlar
sér mikið um þetta leyti, en líklega hefur minna orðið úr. Gísli Brynjólfsson
þótti aldrei skjótur til framkvæmda, þótt frjór væri í hugsun og hugmynda-
ríkur. Er skemmst að minnast ummæla Guðbrands Vigfússonar í bréfi til Jóns
Amasonar 1860, í öðru sambandi, og skyldu þó (Jón Ámason 1950:240):
Þeir, sem þekkja Gísla, sjá mikið vel, að úr þessu verður aldrei neitt,
og þarf því enginn að láta það standa sér fyrir ljósi. Það er langur
vegur og torsóttur milli hundrað arka í huganum og á prenti hjá meiri
starfsmönnum og praktiskari en Gísli er, sem þér vitið af eigin raun.
Nærri minnisgrein frá 14. jan. 1852 er munnmælasaga, dável sögð, og
kjörin að halda til haga framar mörgu öðru sem stefndi hærra og ekki er vitað
hvað úr varð. Á lausablaði Gísla er þessi kunnuglega saga þannig, og verður
ekki sagt að málalengingar og útúrdúrar spilli fyrir og tefji frásögnina:
Álfaböm tvö komu uppá baðstofulopt þar sem ungbam lá í vöggu og
systir þess lítil sat hjá, því allt annað fólk var úti á túni að heyvinnu.
— Þá sagði yngra álfabamið og vildi taka á baminu í vöggunni:
„Tökum á, tökum á!“ —
„Ekki má, ekki má —
Tvævetlingur situr hjá og segir frá!“
sagði þá hið eldra og bannaði hinu. Horfðu þau þá aðeins á vöggu-
bamið um stund og fóru síðan út aptur eins og þau komu.
Á prenti birtist tilbrigði sömu sögu í safni Jóns Árnasonar Islenzkar þjóð-
sögur og œvintýri (1 1862-1864:40-41). Huldumálin eru lögð í munn tveggja
kvenna, en þar em lokaorðin: „sjóvetlingur situr hjá og segir frá“. Sjóvet-