Gripla - 01.01.1998, Síða 185
BYLTINGASINNAÐ SKÁLD í ÞJÓÐFRÆÐAHAM
183
lingurinn kemur eins og skollinn úr sauðarleggnum, þegar búast mátti við
orði sem ætti við bamið sem sat hjá vöggunni og allra helst orði sem segði til
um aldur þess, líkt því sem er í sögugerð Gísla Brynjólfssonar, „tvævetling-
ur“. Mætti geta þess til að sjóvetlingurinn væri upphaflega mislestur á hand-
riti þar sem ‘ó’ gat táknað (táknaði) ‘ö’, og ætti sjóvetlingur að vera sjövet-
lingur (sjö vetra bam), enda stendur svo í Islenzkum þjóðháttum eftir séra
Jónas Jónassonfrá Hrafnagili, í úrvinnslu og útgáfu Einars 01. Sveinssonar
(1934:265). Þótt undarlegt sé og nöturlegt skýtur sjóvettlingnum upp í safni
Einars sjálfs, Fagrar heyrði eg raddirnar (í annarri prentun 1974:133), í fyrra
tilbrigði huldumála sem þar eru. í hinu síðara er tvævetlingur. í fyrstu prentun
sem Einar Ólafur annaðist til fullnustu er einungis tvævetlingur (1942:133).
A fjórblöðungi í umslagsörkinni sem hér er valsað í, og merkt er Gísla
Brynjólfssyni eru sögubrot. Þar er m.a.:
Sagan af Jámsmið
— eptir fyrirsögn móður minnar.
Einu sinni var kerling í koti og átti sér eim son sem hét Jámsmiður.
Önnur bjó í koti þar hjá og átti sér þrjá syni, en ekki segir sagan hvað
þeir hétu. Jámsmiður var
Þannig endar sögubrotið af Jámsmið.
3.6 Nokkur ævintýri
Á blaðjöðrum eru ævintýraheiti og glefsur úr ævintýrum, tölusett og þannig
skilgreind af skrifara: „Sögur, sem móður mína ránkar við að hafa heyrt,
þegar hún var bam, og man ögn úr, en ekkert í samanhengi“.
Fyrst eru brot úr Fertrams sögu og Isoddu og hljóðar svo:
I. Fertrams saga og Isoddu. ------
ísodda var sett í grifju með þemum sínum tveimur, hún hafði skæri
við belti sitt og komst upp með því að gera holur í veggina með þeim;
Þá fleygði hún þeim niður til þemanna, en þær gátu ei beitt rétt og dóu
báðar: Hún gekk síðan með Fertram og þekkti hann hana ei; er hún
gekk hjá skemmu sinni, er áður var, kvað hún:
„Áður varstu fögur á foldu,
Nú ertu orðin svört að moldu,
skemma mín“ —