Gripla - 01.01.1998, Page 190
188
GRIPLA
það að dönsk þýðing Hellismannasögu í 3312 á blöðum sem bókavörður
eignar að því er virðist réttilega Gísla Brynjólfssyni yngra er söguþýðingin
sem birtist í Berlingi 1852. Endir sögunnar í 3312 er einkafrásögn útgefand-
ans í Berlingi sem skýrir frá hefnd Eiríks á bóndanum í Kalmanstungu úti í
smiðju.
3.8 Saga afÞorbirni kólku
„II. Þorbjöm kólka.“ 13312 næst á eftir Hellismannasögu á dönsku er frásögn
á dönsku af Þorbirni kólka og þessi athugasemd utanmáls:
Den anden af de to efter Indholdet öjensynl. gamle Fortæll., vi her
have at meddele gaaer endog længere tilbage i Oldtiden end den förste
neml. til den allerældste Landnamstid.
Neðar á sömu spássíu er hripað með ritblýi: „Sumarið 1852, átti að fara í
Berling, en var ei tekið upp.“
Eftir þessari athugasemd og athugasemdinni sem greint var hér framar að
(bls. 186) stendur utanmáls við „Islandske Folkesagn“ hafðist upp á Hellis-
mannasögu á dönsku sem birtist í Berlingi í ágústmánuði 1852, og er endur-
prentuð hér á undan ásamt inngangi sent svipar til greinarinnar „Islandske
Folkesagn“ í 3312, svo að ekki fer á milli mála að þar er um að ræða sama
ritverk.
Sjálfsagt hefur Gísli ætlað sér að fá báðar sögumar birtar, Sögu af Hellis-
mönnum og Sögu af Þorbimi kólka, en einungis Hellismannasaga fundið náð
hjá ritstjóm Berlings, og hefur Gísli lagað innganginn að því. Að öðru leyti er
inngangurinn í Berlingi nauðalíkur uppkastinu í 3312. Sjálfur hafði Gísli þá
skapgerð að ekki er ólíklegt að frásögnin af hetjulegri viðureign hellisbúa og
bænda hafi verið honum að skapi ekki síður eða þó öllu framar þurri og
héraðsbundinni frásögn af Þorbimi kólka og hefur það vegið þyngra, þegar
velja þurfti á milli, þótt Þorbjöm kólka hafí aldurinn fram yfir að áliti Gísla
sem kannast við Þorbjöm kólka sem nam Kólkumýrar og frá segir í Land-
námabók og fleiri fomum ritum sem Gísli þekkti og trúði til fullnustu, eink-
um „den paalidelige Landnáma“. Þorbjörn kólka er í safni Magnúsar Gríms-
sonar og Jóns Amasonar, frá 1852, sem Gísli hefur undir höndum og vísar til
í prentuðum inngangi í Berlingi. Hitt er ljóst af orðum Gísla að honum þykir
Hellismannasaga fornlegust sagnanna tveggja sem gat nægt til þess að hún
varð fyrir valinu, hafi Gísli mátt velja. Þá er lfklegt að Gísli og ekki síður
stjómendur Berlings sjái í hendi sér að reyfarakennt efni Hellismannasögu
verði líklegt til vinsælda og dönskum blaðalesendum skapfelldara en Þor-