Gripla - 01.01.1998, Page 191
BYLTINGASINNAÐ SKÁLD f ÞJÓÐFRÆÐAHAM
189
bjöm kólka, héraðsbundin ömefnasaga, lítt áhugaverð fyrir utanhéraðsmenn,
hvað þá að hún væri líkleg til að vekja áhuga útlendinga.
3.9 Yfirlit
Skráin hér að framan um efni á blöðum í 3312 sem rakin verða til Gísla
Brynjólfssonar er ekki full í þeim skilningi að allt sé upptalið, en reynt var að
tína það til sem styðja kynni þá áletrun bókavarða á umbrotsblaði að innlögð
blöð sem þar eru lögð saman séu úr eigu Gísla yngra Brynjólfssonar og með
hans hendi og Hellismannasaga, eins og frá henni er gengið í Berlingi 1852,
sé verk Gísla.
Þar er skemmst frá að segja að þetta skörðótta yfirlit bendir eindregið til
Gísla. Er fyrst að nefna það hvemig Sunneva Markúsdóttir kemur við sögu,
„fóstra móður minnar á Möðruvöllum". En móðir Gísla Brynjólfssonar
yngra var Guðrún Stefánsdóttir frá Möðruvöllum sem fyrr sagði. Tengsl
Sunnevu við heimilið á Möðruvöllum má marka af Manntali 1816. Þá er
Guðrún Stefánsdóttir í foreldrahúsum, 17 vetra. Vinnukona á Möðruvöllum er
Sunneva Markúsdóttir, 65 ára, fædd á Upsum í Eyjafirði (sjá Manntal á
fslandi 1816:923-924). Sunnevu er lítillega getið í prentuðum mannfræði-
bókum og ættvísiritum, og þá helst að því að hún var dóttir foreldra sinna,
Markúsar prests Magnússonar, á Upsum á Upsaströnd og víðar. Móðir
Sunnevu, kona séra Markúsar hét Sigríður og var Þorláksdóttir. Þá er það
tekið fram um Sunnevu að hún var bamfóstra á Ketilsstöðum á Völlum, ógift
og bamlaus (sjá Stefán Aðalsteinsson 1978:334-335 og Pál Eggert Ólason
1950:472). Húsmóðir á Ketilsstöðum var Anna Sigríður Stefánsdóttir frá
Möðruvöllum, kona Páls Melsteðs sýslumanns, systir Guðrúnar á Hólmum
konu dr. Gísla Brynjólfssonar. Á heimili móðursystur sinnar á Ketilsstöðum
fæddist Gísli Brynjólfsson yngri. Vilji Gísla skálds og fræðimanns stóð til
margra hluta, þótt ekki yrði alltaf mikið úr. Hug hans til þjóðfræðasöfnunar
má nokkuð marka af blöðunum í 3312, og hefur þó líklega minna orðið úr en
efni stóðu til, enda mátti hugarflug Gísla sín ekki mikils, þegar til kastanna
kom, þveröfugt við þrautseigju Jóns Árnasonar sem segja má að tækist það
ótrúlega vel sem Gísli vildi og sá fyrir sér í hillingum.
4 Athugasemdir við inngang Gísla
Gísli rekur upphaf hins almenna og frjósama þjóðfræðiáhuga til Grimm-bræðra
í Þýskalandi sem verðugt var og vænta mátti. En drjúgur hluti inngangsins,
eins og hann birtist á prenti, er um Hellismannasögu. Til marks um háan aldur