Gripla - 01.01.1998, Page 195
BYLTINGASINNAÐ SKÁLD f ÞJÓÐFRÆÐAHAM
193
nútíðarmenn engu fróðari en Gísli skáld Brynjólfsson og verða varla um sinn,
ef þá nokkum tíma sem mætti þykja meira en lítið vafasamt, nema þá í
skáldlegu hugarflugi sem alltaf er jafngilt eða ámóta ófullnægjandi eftir
lyndiseinkunn hvers og eins. Þó verður seint séð fyrir hvað leynast kann í
íslenskum handritum sem bíður seinni manna. Þar gæti leynst happdrættis-
vinningur á góðu dægri. Og verða vonandi einhverjir sem leggja eyra við, ef
slíkt kæmi upp á.
6 Hellismannasaga Gísla skálds Brynjólfssonar
Heimild Gísla um Hellismannasögu er prentað kver sem hann getur um í
inngangi sögunnar: „den i Reykjavik i Aar udkomne Samling af islandske
Eventyr af M. Grimsson og Jon Arneson“ (sjá Magnús Grímsson og Jón
Ámason 1852) — Hellismannasaga er á bls. 90-99. Á bls. 99 er frásaga af
sakamanni sem forðaði sér með því að hlaupa í Surtshelli og hljóp dag og
nótt og kom loks upp á Langanesi og voru skómir fullir með gullsand, enda
hafði hann um tíma gengið í sandi miklum og vaðið hann upp yfir ökkla.
Hafði það verið líkt og ægisandur á sjávarströnd. Aftan við Hellismannasögu
í Berlingi getur Gísli um „Almuens Overtro“ varðandi Surtshelli, „hvad der et
andet Sted meddeles i vor Eventyrsamling om den“, það er tekið eftir ís-
lenzkum œfintýrum (Magnús Grímsson og Jón Ámason 1852:99).
Gísli lætur þess getið hvar frásögnin endar í Islenzkum cevintýrum; aftan
við er annar ólíkur endir sem Gísli kveðst hafa heyrt og tekur fram að honum
þyki hann ekki síður fomlegur. Að svo komnu er mér ókunnugt um uppruna
þessa niðurlags og ekki með öllu grunlaust um að Gísli skáld hafi sett hann
saman sjálfur. Þó þarf það ekki að vera, og má vel vera að þannig hafi sagan
endað í einhverri uppskrift sem Gísli hafði fyrir sér eða Gísli hafi heyrt þann-
ig frá sagt sem hann sjálfur segir. Hvorutveggja gæti verið, og kynni að skýr-
ast, þótt síðar yrði. Skemmtilegast væri að hugsa sér að Gísli hefði niðurlagið
úr eftirriti AM 253 II 8vo óskemmdu, en ekkert get ég fært fram því til stuðn-
ings.
Stafimir „M. G.“ í fyrirsögn Berlings vísa til Magnúsar Grímssonar. Hann
er á titilblaði Islenzkra œvintýra á undan Jóni Ámasyni, og var því eðlilegt að
kenna þjóðsöguna við hann, enda mátti Gísla vera kunnugt að Magnús var
Borgfirðingur að ætt og uppruna og ekki ólíklegt að hann ætti eitthvað í
Hellismannasögu, héraðssögu Borgfirðinga. Að vísu þurfti Gísli ekki að fara
í neinar grafgötur um hlut Magnúsar að Hellismannasögu. Þar lék ekkert á
tveim tungum. Hellismannasaga er í handriti Magnúsar Grímssonar, AM 268