Gripla - 01.01.1998, Page 196
194
GRIPLA
4to (bl. 57), sem sent var hinu konunglega norræna fomfræðafélagi í Kaup-
mannahöfn, Det kgl. nord. Oldskriftselskab, fyrir miðja síðustu öld. Handritið
er komið í Amasafn 1886 um hendur Gísla Brynjólfssonar yngra, að sögn Kr.
Kálunds (1894:281): „Beholdt gennem docent G. Brynjúlfsson 1886.“ Þannig
mun vera um fleiri handrit sem bárust Fomfræðafélaginu að þau höfðu
viðdvöl hjá Gísla.
Um aldur Hellismannasögu og uppruna er flest í óvissu. Þó er svo að sjá
sem kveikjan að henni sé öðmm þræði ömefni og ömefnasögur úr Borgar-
firði, en trúlega einnig Landnámabók þar sem þess er getið að drepnir voru
átján Hellismenn á Hellisfitjum, en Auðunn Smiðkelsson brenndur inni á
Þorvarðsstöðum, og í annan stað að það voru synir Smiðkels, Þórarinn og
Auðunn, sem réðu fyrir Hellismönnum sem skýrði að Auðunn var brenndur
inni. Sérlegast og óvæntast kynni það að vera að þjóðsagnatalan átján verður
fyrir þegar í Landnámabók. Þá er ekki vert að ganga fram hjá þeirri niður-
stöðu sem nýjustu og nákvæmustu rannsóknir á Surtshelli leiða til, að hleðsl-
an í Vígishelli beri því órækt vitni að þar hafi hópur manna byggt sér hæli, en
geislamæling á kýrhnútu úr Surtshelli benti til þess að þar væri bein frá um
það bil 940, þó með 100 ára skekkju til eða frá. Þetta leiddi til þeirrar
niðurstöðu, að allar stoðir rynnu undir þá skoðun að það væri rétt hermt í
Landnámu að óaldarflokkur hefði lagst út í Surtshelli á 10. öld og hafi átt ítök
niðri í byggðinni (Ólafur Briem 1983:40). Það er tilgáta Ólafs Briem (1983:
41) að alltaf hafi lifað með þjóðinni einhver óljós minning um 18 útilegu-
menn í Surtshelli, en eftir því sem hinir raunverulegu atburðir féllu meir í
gleymsku hafi ímyndunaraflið fengið lausari tauminn. Gísli Brynjólfsson
veitti því athygli hversu mjög Torfi Valbrandsson kom við sögu sem ræn-
ingjabani samkvæmt Landnámu og Harðar sögu eða eins og Óskar Halldórs-
son (1975:98) kemst að orði um viðkomandi grein í Landnámabók: „I heild
virðist greinin vitna um óvenjulegan skörungsskap höfðingja við að koma
óaldarmönnum fyrir kattamef‘. — Þórhallur Vilmundarson, útgefandi Harðar
sögu, dregur hitt fram, og leggur áherslu á þetta að einn og sami maður hafi
eytt eða átt þátt í að eyða þremur óaldarflokkum sem allir beri þar að auki
heiti sem enda á -menn, verði að telja tortryggilegt (1991 :xxviii). Verður
sjálfsagt seint úr sannleiksgildi sagnanna skorið, svo að öllum líki, og ótvírætt
sé.