Gripla - 01.01.1998, Page 202
200
GRIPLA
í æskuverkinu Om den nyfranske Poesi fæst Grímur Thomsen við hug-
takið geni ‘snillingur’ með ýmsum hætti, skiljanlega einkum í merkingunni
ýmiss konar skáldsnillingar. Franska skáldkonan George Sand sem hefur vald
á „en ægte genial poetisk Form“ (1843:70-71) er „Geni“. En svo eru aðrir
sem fá heitið „Nationalgeni". Næst liggur að ætla að Grímur hafi sjálfur
myndað þetta orð með hliðsjón af hugtakinu þjóðskáld, sem þekkt hafði verið
í merkingunni ‘mikið skáld, höfuðskáld’ allt frá því á 17. öld (sbr. Hannes
Pétursson 1979:7 og Jakob Benediktsson 1983:310). Má geta þess að hann
kallar Schiller „Nationalgeni“ nokkru síðar í þessari grein, en „þjóðskáldið
þýzka“ í Nýjum félagsritum tveimur árum síðar (1845c:96). En sama ár og
Grímur er að semja Om den nyfranske Poesi yrkir Jónas Hallgrímsson erfi-
ljóð eftir Bjama Thorarensen nýlátinn (Jónas Hallgrímsson I 1989:134-135)
en hann lést 25. ágúst 1841.1 næstsíðasta erindinu ávarpar hann skáldbróður
sinn nýlátinn sem
þrekmennið glaða
og þjóðskáldið góða
og útgefendur ritsafns Jónasar telja að líkindum hafi Jónas lesið kvæðið upp
við jarðarför Bjama 4. september (sjá Jónas Hallgrímsson IV 1989:159). En
hvort sem kvæðið hefur orðið þekkt þá um haustið eða ekki, má ætla að það
hafi orðið kunnugt Grími áður en það er prentað í fyrsta sinn í Fjölni 1843.
Hugtakið „Nationalgeni“ stendur hjá Grími í sambandi við hugtakið
„Nationalpoesi" sem hann hefur myndað í samræmi við „Nationallitteratur“
sem kemur fyrr fyrir. En hlutverk skáldsnillinganna virðist skarast, hvort sem
þeir voru þjóðlegir eða ekki, eins og fram kemur í eftirfarandi texta (1843:
4-5):
Geniet (det poetiske i dette Tilfælde), hvem det af Forsynet er beskaa-
ret, at samle Folkelivets adspredte Straaler i sin Aand, som i et Bræn-
deglas og dermed opflamme Nationeme og antænde deres Hjerter,
skaber denne Nationalpoesi, der er Moderen til den poetiske Sands;
thi da kommer Folket til Bevidsthed om de aandelige Skatte, som
have skjult sig og slumret ufrugtbare i deres egen Fortids og Nutids
Skjpd, og lærer da fprst at vurdere dem, naar det ser dem iklædte Digt-
ningens Herlighed.
Hér er „Forsyn“ heiti á æðstu máttarvöldum, þ.e.a.s. Guði sjálfum, svo að
Grími hafa verið fullljós hin ævafomu tengsl skáldsnillinganna allra, hverju
nafni sem hann nefnir, við yfimáttúruleg öfl. I fomgrískum heimildum, m.a.