Gripla - 01.01.1998, Síða 204
202
GRIPLA
for some kind of ‘given’ factor in poetic composition has rarely been
denied, even in periods when the emphasis of critical theory has been
on rules and technique, and the dominant image, that of the poet as
craftsman.
Greinilega hefur þróun snillingshugtaksins, grundvallarhugtaks rómantísku
stefnunnar, haldist í hendur við mat á William Shakespeare. En í greinasafn-
inu Genius vitnar enski bókmenntafræðingurinn Jonathan Bate (1989:91) í
Essay on Original Genius (1767) eftir William Duff:
Duff also sees the plastic, associating imagination as the essential
prerequisite of genius ... and gives Shakespeare supreme position ...
Með þessu hnykkir hann á hástemmdum snilliyrðum landa síns, enska skálds-
ins Edward Youngs í Conjectures on Original Composition (1759) um helstu
einkenni skáldsnillinganna:
Leaming we thank, Genius we revere; That gives us pleasure, This
gives us rapture; That informs, This inspires; and is itself inspired.
Young tekur enn sterkara til orða: „Shakespeare mingled no water with his
wine, lower’d his genius by no vapid imitation“ (sjá Bate 1989:88-89).
A sínum tíma varð rit Youngs höfuðrit um frumleika snilligáfunnar. Þýska
þýðingin sem út kom í Hamborg 1760 gat ekki birst á heppilegri tíma. Arið
áður hafði Gotthold Ephraim Lessing (1729-1781), ötull brautryðjandi
þýskra þjóðarbókmennta bæði sem áhrifamikill bókmenntafræðingur og
mikilvirkt skáld, fordæmt harmleikina sem frönsku leikskáldin Pierre Cor-
neille (1606—1686) og Jean Racine (1639-1699) höfðu samið samkvæmt kenn-
ingu nýklassísismans um eininguna þríeinu, einingu atburðarásar, tíma og
staðar, og studdist við klassíska skáldskaparfræði Aristótelesar (sjá Pascal
1937:5). Eftir þetta tók áhugi á verkum hins enska skáldjöfurs að breiðast út
og áhrif þeirra fóru sívaxandi. í þeim gat Johann Gottfried Herder (1744-
1803), einn helsti forvígismaður þýskra þjóðlegra bókmennta á síðari hluta
18. aldar, sýnt lítiltrúuðum löndum sínum sannfærandi dæmi um það hvernig
semja mætti skáldverk sem bæði væru mikilúðleg og töfrandi, með því að
virða að vettugi reglur hins ríkjandi franska klassísisma í leikritasamningu.
Dýrkunin á Shakespeare náði ekki einungis til fagurfræðinnar í verkum skálds-
ins heldur varð hún kveikjan að menningarbyltingunni margslungnu sem kennd
hefur verið við Sturm und Drang. Þar gerði hópur atvinnumenntamanna upp-
reisn gegn hvers kyns takmörkunum hvort sem þær væru þjóðfélagslegar eða