Gripla - 01.01.1998, Side 206
204
GRIPLA
(1767-1845) stofnuðu og gáfu út á árunum 1798-1800 eru Dante, Shake-
speare og Goethe nefndir saman í 247. Brotinu í Fragmente, miklum bálki
hugmynda um bókmenntir og heimspeki í mjög knöppu formi. Þar eru þre-
menningarnir fyrrnefndu kallaðir hinn mikli þríhljómur nútímaskáldskapar,
og hann sé „der innerste und allerheiligste Kreis unter allen engern und wei-
tem Spháren der kritischen Auswahl der Klassiker der neuem Dichtkunst“
(Heinrich 1984:101).
Schlegelbræðurnir lögðu grunninn að rómantísku stefnunni í Þýskalandi,
einkum voru áhrif þeirra mikil á hinu fyrra tímabili hennar, sem kennt er við
borgina Jena. Báðir voru miklir fræðimenn á fomgrískar og rómverskar bók-
menntir og gerðust brautryðjendur í rannsóknum á miðalda- og endurreisnar-
bókmenntum ýmissa Evrópuþjóða, og einnig rituðu þeir um nýklassískar
bókmenntir. Hlutverk þein-a bræðra var að ýmsu leyti sambærilegt, þegar á
heildina er litið, en Friedrich var frumlegri og áhrifaríkari á sviði túlkunar-
fræðinnar og varð yfirleitt fyrri til að setja fram kenningar sínar en August
Wilhelm.
Friedrich Schlegel studdist við það dómsorð Herders að meta skyldi hvert
listaverk sem einstakt, sögulegt fyrirbrigði í nánum tengslum við umhverfi
sitt, og það varð forsenda Schlegels fyrir gagnrýnu úrvali sígildra höfunda
(Eichner 1961 :xlii), reist á ítarlegri greiningu einstakra verka, en hana hafði
Herder vanrækt að ntiklu leyti (Eichner 1961 :xl); voru þeir höfundar metnir
sígildir sem töldust dæmigerðir fyrir ákveðið menntunarstig og höfðu orðið
áhrifamiklir í andlegu lífi (Eichner 1961 :xlii). „Die Wissenschaft der Kunst
ist ihre Geschichte" voru einkunnarorð Friedrichs Schlegels (Heinrich 1984:
101) að þessu sögulega fagurfræðilega úrvali — og með því var staðlaðri
skáldskaparfræði hafnað sem gildismati í bókmenntum, og jafnframt varð það
snar þáttur í þjóðlega skáldsnillingatalinu og bókmenntasögulegri aðferða-
fræði (Heinrich 1984:101). Það tók svo smám saman á sig heildarmynd í
fyrirlestrum og ritverkum Schlegelbræðranna, m.a. Gesprách uber die Poesie
eftir Friedrich Schlegel sem birtist í Athenáum árið 1800 (sjá Heinrich
1984:269-327). Flest bendir til þess að Grímur haft stuðst við Geschichte der
alten und neuen Literatur, fyrirlestra sem Friedrich Schlegel flutti árið 1812
og gefnir voru út í Vínarborg árið 1815 og þýddir á ensku sama ár. Grímur
getur einnig hafa þekkt fyrirlestrana, Vorlesungen iiber dramatische Kunst
und Literatur, sem August Wilhelm flutti í Vínarborg á árunum 1808-1809
og gefnir voru út í fyrsta sinn 1809-1811; voru þeir þýddir á frönsku, ensku
og ítölsku og bárust víða um Evrópu, einna fyrst til Norðurlanda. Að efni til
eru þeir skyldir fyrirlestrunum Vorlesungen iiber schöne Literatur und Kunst,