Gripla - 01.01.1998, Page 207
SKÁLDIN ÞRJÚ OG ÞJÓÐIN
205
sem August Wilhelm hafði flutt í Berlín á árunum 1801-1804, en voru ekki
birtir fyrr en 1884; hefur Grímur því ekki getað þekkt þá nema óbeint þegar
hann var að semja Om den nyfranske Poesi.
Af skáldatalinu má sjá hvemig þeir Schlegelbræður þræða í höfuðdráttum
vatnaskil nýklassísisma og rómantíkur með því að rekja skyldleika hennar við
bókmenntir miðaldanna, en þó einkum endurreisnartímabilsins. Varla er of-
mælt að þar skiptu verk Williams Shakespeares (1564-1616) meginmáli,
enda þáttur þeirra í endurreisn þýskra bókmennta seinast á 18. öld og í upp-
hafi hinnar 19. ótvíræður; máttu þeir Schlegelbræður gerst um það vita því að
August Wilhelm hafði sjálfur þýtt sextán leikrit skáldjöfursins mikla. í hinu
fræga broti nr. 247 í Fragmente hafði Friedrich Schlegel komist svo að orði
að „Shakespeares Universalitát ist wie der Mittelpunkt der romantischen
Kunst“ (Heinrich 1984:101) eða upphaf, hátindur og endir endurreisnartíma-
bilsins (Behler 1992:30).
Þegar skáldatalið er athugað nánar sést fljótlega ákveðinn skyldleiki
þeirra sem þar eru. Friedrich Schlegel kemst svo að orði (11 1815:140) að þjóð-
leg leiklist og þjóðkvæði hafi í mörgu mótað ytra form verka Shakespeares
og leggur áherslu á tilfinningar hans í garð þjóðar sinnar, en úr hreinskilnum
aldafarslýsingum hafi hann dregið saman frækilega hetjuöld þjóðarinnar í
styrjöldununr gegn Frökkum í röð dramatískra málverka sem nálgist sagna-
kvæði vegna þess frægðar- og þjóðaranda sem í þeim sé ríkjandi.
Grímur kemst svo að orði (1843:5):
Shakspear, som ikke alene levede sig ind i den engelske, men ogsaa
hele den nordiske For- og Nutid, og koncentrerede den i sine drama-
tiske Kjemer ...
en „öll hin norræna for- og nútíð“ getur varla átt við annað en leikritið Ham-
let; heimildimar að því hafa, m.a., verið raktar til þriðju og fjórðu bókar
Danasögu Saxa hins málspaka og nokkuð finnst einnig um Hamlet eða Am-
lóða í fomum íslenskum heimildum (sjá Gollancz 1898, Hermann Pálsson
1952 og Bjami Einarsson 1955:cxxviii-cxxxix).
A.W. Schlegel komst að þeirri niðurstöðu (II 1966:108) að fram að þeim
tíma hafi Englendingar og Spánverjar einir hinna yngri þjóða Evrópu eignast
fullkomlega frumlegt, þjóðlegt leikhús sem hafi dafnað í sinni eigin mynd. En
það var að sjálfsögðu meginkjarni þjóðlegra verka Shakespeares sem August
Wilhelm hafði í huga þegar hann benti á einstakan frumleika ensku leikhús-
hefðarinnar á endurreisnartímabilinu; fullkomnustu leikritahöfundar þessara
þjóða séu þeir Shakespeare, stolt þjóðar sinnar, og Calderón de la Barca (1600