Gripla - 01.01.1998, Page 208
206
GRIPLA
-1681) og leikhúsin eigi sameiginlegan hinn rómantíska skáldskaparanda,
sem þau tjái í leiklistinni (II 1966:109-117). En Grímur nefnir ekki Calderón
fyrstan heldur síðastan og Cervantes (1547-1616) og Lopé de Vega (1562
-1635) á undan svo að réttri tímaröð sé haldið. Hann fer þar að dæmi A.W.
Schlegels sem bendir á að hver þeirra þremenninganna sé fulltrúi ákveðins
tímabils í þróun spænskrar leiklistar. Um hana séu auk þess elstu heimildimar
í ritum eftir Cervantes, aðallega Don Quixote; hafi þessi frægi höfundur verið
að vissu leyti brautryðjandi spánskrar leikritunar. Annars hefði frásagnar-
hneigðin orðið yfirsterkari í skáldskap Cervantes (II 1966:255) og af þeim
sökum bæri þar hæst hið sígilda verk Don Quixote, frægasta verk spánskra
bókmennta. Friedrich Schlegel telur það
unter allen Werken des Witzes das reichste, an Erfindung und Geist
sondem auch als ein lebendiges und ganz episches Gemalde des
spanischen Lebens und eigenthiimlichen Charakters
og þrungið spönskum anda (II 1815:108-109).
Lopé de Vega samdi ótrúlegan fjölda leikrita, sem náðu geysilegum vin-
sældum. Efni þeirra sótti skáldið í þjóðlífið að fomu og nýju og sum leik-
ritanna, einkum hin sögulegu þar sem stuðst er í meginatriðum við fom sagna-
kvæði og sagnir, bera greinilegan svip af vissri hrjúfri framsetningu sem ljær
þeim ákveðið yfirbragð og virðast hafa verið felld að viðfangsefninu af ásetn-
ingi; önnur sem lýsa samtímasiðum hafa vissulega á sér mjög fágaðan sam-
kvæmisbrag (Schlegel II 1966:256-257).
Don Pedro Calderón de la Barca samdi leikrit upp úr atburðum í Heilagri
ritningu og helgisögum; önnur eru sögulegs eða goðsögulegs efnis eða þá
hugarfóstur hans sjálfs. August Wilhelm Schlegel taldi gamanleikrit, sem
kennd eru við hatt og rýting, ná hæst og að lífið í þeim og sálin séu heiður,
ástir og afbrýði. Samt verði því varla neitað að mannlýsingar bera uppi mörg
leikrit Calderóns en ekki bragðavefur (Schlegel II 1966:256-265).
Allir gátu þeir þremenningamir stuðst að nokkru við eigin reynslu enda
verið hermenn einhvem hluta ævinnar og Calderón gekk í þjónustu kirkj-
unnar að herþjónustu lokinni. I sögulegu leikritunum leituðu þeir Lopé de
Vega og Calderón báðir fanga í gömul sagnakvæði, gegnsýrð hetjuanda og
minningum um langvinna og harða baráttu við Araba. Johann Wolfgang von
Goethe kom miðöldunum í tísku í bókmenntum með því að semja hið fræga
leikrit um þýska riddarann og herstjórann Götz von Berlichingen (1480-1562)
(Martini 1968:239), í anda Shakespeares en án þess að stæla hann (Schlegel
II 1966:276). Faust, frægasta verk Goethes, á sér einnig sögulegar rætur, þó