Gripla - 01.01.1998, Page 209
SKÁLDIN ÞRJÚ OG ÞJÓÐIN
207
að skapgerð og æviatriði lærdómsmannsins Georgs Fausts (um 1480-1540)
yrðu sagnakennd þegar í frásögnum samtímamanna; gætir þar mjög þjóð-
trúarsagna sem gengið hafa víða um Evrópu, auk þess sem ýmsir rithöfundar
hafa haft á því dálæti (Frenzel 1983:208), m.a. á íslandi (Jón Ámason I 1954:
572-575). Af Munnmœlasögum 17. aldar sést að sögnin um Galdra-Loft hef-
ur í meginatriðum verið þekkt um það leyti sem Loftur Þorsteinsson, skóla-
piltur á Hólum, fæddist, en hann virðist hafa farist voveiflega (Bjami Einars-
son 1955:cxvi og 44).
August Wilhelm Schlegel kallaði Schiller svo áræðinn snilling að við fffl-
dirfsku lægi þó að það sé auðséð hvemig honum hafi mistekist að stæla
Shakespeare í Ræningjunum en Franz Moor sé óskáldlegur Ríkharður þriðji.
í sögulega leikritinu Wallenstein hafi hann ekki náð fullu valdi á efninu vegna
þess hve samviskusamlega hann hafi gætt sögulegrar nákvæmni; Schlegel
lýsir því svo hvemig Schiller líkti eftir formi leikrita Shakespeares. Schlegel
telur Wilhelm Tell besta leikrit Schillers, enda hafi skáldið hér snúið algerlega
aftur til sögulegs skáldskapar; gætt sé trúleika og innileika í efnismeðferð, og
þrátt fyrir vanþekkingu Schillers á svissneskri náttúru og siðum sé í henni
aðdáunarverður, staðbundinn sannleiki (II 1966:283-284).
Schlegel fer viðurkenningarorðum um Ludvig Holberg, m.a. fyrir það hve
lýsingar hans á siðum manna séu í nánum tengslum við staðbundinn sann-
leika en ekki gæti mikils skáldskapar í leikfléttunni (II 1966:271).
í fyrirlestrunum Vorlesungen iiber dramatische Kunst und Literatur
fjallaði August Wilhelm Schlegel auðvitað helst um leikskáld; er því líklegast
að þar sem þeim sleppti hafi Grímur Thomsen stuðst við fyrirlestra Fried-
richs, bróður hans, sem birtir voru í bókarformi undir heitinu Geschichte der
alten und neuen Literatur. Friedrich telur Dante mestan og þjóðlegastan allra
ítalskra skálda. Aðrir ítalskir skáldbræður hans hafi staðið honunr langt að
baki í því að lýsa skapgerð manna og ástríðum í djörfum og mikilfenglegum
dráttum. Enginn annar þeirra hafi höndlað anda ítala og eðli af þvflíkri glögg-
skyggni né kunnað að birta þau af slfkri mælsku (II 1815:15). Þá hlýtur sú
staðreynd einnig að hafa vegið þungt að Dante var einn þeirra sem stóðu við
vöggu ítalsks ritmáls.
Friedrich Schlegel nefnir Ludovico Ariosto (1474—1533) einn hinna þriggja
miklu sagnakvæðaskálda hinna nýrri, þ.e.a.s. hinna rómantísku skálda, ásamt
landa hans Torquato Tasso (1544-1595) og portúgalska skáldinu Luis de
Camöes (1524-1580).
Ariosto er frægastur fyrir hetjuljóðið um Orlando furioso, hina fomu
frönsku hetju Rollant (Roland), en um hann var ort eitt þekktasta hetjukvæði