Gripla - 01.01.1998, Page 211
SKÁLDIN ÞRJÚ OG ÞJÓÐIN
209
Á eftir þjóðlegum skáldsnillingum „hos Spanieme Cen’antes, Calderon og
Lopé“ er Camöes í Portúgal einnig nefndur enda hefur hann orðið marg-
frægur fyrir söguljóðið Os Lusiadas sem Friedrich Schlegel kallar „poetisches
Nationalgedicht“ (I 1815:99) og Camöes skáld þjóðar sinnar (I 1815: 97).
Skáldið kveði ekki aðeins um hina margfrægu ferð sægarpsins Vasco da Gama
til Indlands og hetjudáðir Portúgala þar, heldur hafi hann ort eftir þessum
atburðum og hinni gömlu sögu þjóðar sinnar heild sem feli í sér gjörvallan
skáldskap hennar(I 1815:7).
Að dómi Friedrichs Schlegels er hin eiginlega, sígilda blómaöld fransks
skáldskapar á síðari hluta 17. aldar, enda séu harmleikir Frakka eiginlega
glæsilegasti þáttur bókmennta þeirra í bundnu máli (II 1815:148-150). Hins
vegar fá frægustu gamanleikir þessa tímabils heldur kaldar kveðjur: „Selbst
Moliére’s beriihmtesten Charakterstiicke sind fiir die Biihne und lebendige
Darstellung jetzt schon völlig veraltet, und werden nur noch im Lesen bewun-
dert“ (II 1815:252). En Grímur Thomsen gerir ekki upp á milli þessara frægu
höfunda harmleikja og gleðileikja (1843:5) því að Comeille, Racine og
Moliére eru allir að mati hans „Nationalgeni“ og:
den franske Poesis fprste og stprste Repræsentanter, disse djerve, uaf-
hængige Dadlere af Tidens Brpst, disse stærke Aander med gmndfaste
Principer, som deres stive aristoteliske Æsthetik uagtet, dog npde en
fortjent Anerkjendelse hos deres Folk og Tid i hvorvel disses Smag for
Poesi endnu var i sin Bamdom.
En A.W. Schlegel fjallar um Comeille og Racine að vissu leyti á öðrum for-
sendum en Moliére. Er það vel við hæfi því að frönsku harmleikjaskáldin
sóttu oft efni í gríska goðafræði og hetjusögur eða þá sögu annarra þjóða. A.
W. Schlegel álítur að þau tjái alltof oft hvorki goðfræðileg efni í raun réttri
goðfræðilega né sögu þessara þjóða beinlínis sögulega. Þótt heiðarlegar
undantekningar séu bæði hjá Racine og Comeille, sé sagnfræðilegur skiln-
ingur þeirra víðast hvar takmarkaður. Frakkar krefjist þess að lögð sé einhliða
áhersla á sálræn viðbrögð og aðstæður. Þegar hið sálræna sé hrifið úr réttu
umhverfi þá hljóti að glatast mikið af raunvemleikanum, dýptinni og sér-
kennunum (II 1966:35-39). Listatökin í frönsku harmleikjunum sígildu á
„Handlingens Eenhed som til alle Tider vil hævde sin Rettighed, selv naar
Tidens og Stedets Eenhed aldeles ere forglemte" voru Grími ljós (1843:
102-103) en bætir svo við: „men der holdtes igjen det Hele i de tre Een-
heders Mundklemme, og Dialogens affekterede Pathos ..." (1843: 103) og
bætir við (1843:103 nmgr.):