Gripla - 01.01.1998, Page 212
210
GRIPLA
Thi Racines og Corneilles Stykker ere trods deres mange, maaskee af
ingen Tid, den græske undtagen, overtrufne Fuldkommenheder (især i
Dialogen) dog nu antiqverede.
Sést af þessu að hann hefur litið á leikrit þessara þjóðlegu skáldsnillinga að
nokkru frá bókmenntasögulegu sjónarmiði. Er ennfremur þess að gæta að
Grímur fer mjög nærri skilningi Friedrichs Schlegels, sem bendir á (II 1815:
151-152) að þrátt fyrir það að viðfangsefni frönsku harmleikjanna séu
undantekningarlítið ekki þjóðleg þá falli þessi bókmenntagrein öll ákaflega
vel að frönskum anda og einkennum vegna ríkjandi stefnu og tjáningu
tilfinningalífsins, og sé sem slík fullkomlega þjóðleg.
Eins og eðlilegt er ráða þjóðleg einkenni mestu við val Gríms á þjóðlegum
skáldsnillingum. Þau geta komið fram í efnisvali eins og hjá Camöes, Goethe
og Cervantes og einnig í efnistökum, t.d í verkum eftir Shakespeare, Lopé de
Vega og Calderón. Saga þjóðanna gegnir líka miklu hlutverki, þótt það sé
mismunandi. Þá gæti orðasambandið staðbundinn sannleikur, sem A. W.
Schlegel hefur bæði um Wilhelm Tell eftir Schiller og gamanleiki Holbergs
(II 1966:283, 271), verið eins konar samheiti við þjóðlegur, eða að minnsta
kosti notað til að minna á að listaverk séu háð ákveðnum stað, ef ekki stund.
Á þessu gæti samt sem áður leikið nokkur vafi í Orlando furioso eftir Ariosto,
en sá söguljóðabálkur er í einkar óljósum tengslum við þennan heim. Samt er
efni kvæðabálksins, að breyttu breytanda, skylt hinu fomfranska hetjukvæði
Chanson de Roland, og Orlando furioso sjálfur kominn að skáldlegu lang-
feðgatali af nafna sínum, hinni fomu hetju „án ótta og ámælis“ („sans peur et
sans reproche"). En Tasso orti Gerusalemme liberata til frægðar fyrstu kross-
ferðinni svo að það sagnakvæði stendur öllu traustari fótum sögulega en Or-
lando furioso.
Hina þjóðlegu skáldsnillinga hefur Grímur valið úr hópi þeirra sígildu
skálda sem höfðu haft djúp og langvinn áhrif á þróun evrópskra bókmennta.
En hann hefur gengið feti framar fyrirmyndum sínum því að hjá honum eru
þessir skáldsnillingar hinir út\öldu. Þegar rýnt er í þjóðlega skáldsnillinga-
hópinn sjást ótvíræð áhrif hvers og eins. I Divina commedia hefur Dante sýnt
fram á skáldskapargildi heildarsýnarinnar (Heinrich 1984:281-282) og
leikritin eftir Shakespeare urðu fyrirmyndir Goethes og Schillers við samn-
ingu leikrita; ásamt Cervantes, Lopé de Vega og Calderón höfðu þeir sann-
fært fjölda skálda um það að þjóðleg skáldverk væru engu síður alþjóðleg en
hinir nýklassísku harmleikir eftir Comeille og Racine höfðu verið langa hríð.
En ekki er minnst á áhrif Moliéres á Holberg. Með því að nefna Ariosto er
bent á að skáldskapur alþýðunnar sé sígilt efni fyrir stórskáldin og einnig andi