Gripla - 01.01.1998, Page 213
SKÁLDIN ÞRJÚ OG ÞJÓÐIN
211
söngva frá dögum trúbadúranna í Provence. Þó að Grímur nefni ekki Gerusa-
lemme liberata er það áreiðanlega vegna þessa sagnakvæðis sem hann minn-
ist á Tasso. Ymis stórskáld svo sem Goethe mátu bókmenntagildi þess mikils
og var það að sönnu virt sem fyrsta og fegursta þjóðarsagnakvæðið í nútíma-
bókmenntunum (sbr. StrauB 1986:3939).
Danska skáldið Adam Oehlenschlager hafði skilið réttilega hvemig bregð-
ast ætti við fordæmi Shakespeares, Goethes og Schillers og liggja eftir hann
mörg leikrit, m.a. Balder hin Gode, Stærkodder, Hákon Jarl hin Rige, Palna-
toke, Axel og Valborg, Hagbarth og Signe og Yrsa auk margra annarra verka
í bundnu og óbundnu máli. Efnið er úr norrænum heimildum, sumum forn-
um, svo sem Danasögu Saxa hins málspaka, Heimskringlu, Snorra-Eddu og
Fomaldarsögum Norðurlanda, en einnig sögu Danmerkur eftir P. F. Suhm
(1728-1798) og sögu Noregs eftir Gerhard Schöning (1722-1780). Það var
því sannmæli þegar Grímur mat afrek þessa brautryðjenda rómantísku stefn-
unnar í Danmörku svo (1843:5):
Oehlenschlceger, hvilken sidste af den gammelnordiske Gudelæres og
Heltetids Gnister tændte en hellig Flamme, og skabte i Norden en
hedensk Romantik (den eneste i sit Slags) som næppe staar tilbage for
det pvrige Europas christne ...
Þegar þessa er gætt gæti það virst undarlegt hvers vegna Schlegelbræð-
umir skyldu ekki hafa vakið athygli á honum.
3 Bjami Thorarensen
Um það verður vart deilt að ekki hófst opinber barátta fyrir endurreisn Al-
þingis fyrr en kvæði Bjama Thorarensens Islands minni og ísland voru orðin
þjóðkunn. Austurríski fræðimaðurinn og Islandsvinurinn J. C. Poestion kemst
svo að orði (1897:294) að Islands minni sé
zwar in Bezug auf poetischen Schwung und gedanklichen Inhalt mit
Oehlenschlágers „Goldenen Hömern“ kaum verglichen werden kann,
jedoch áuBerlich wenigstens — fúr die islándische Poesie ahnliche
Bedeutung erlangte wie Oehlenschlágers Dichtung fúr die dánische.
Þetta mun varla ofmælt því að Bjami veik stundum talinu að skáldskap hans
þegar talið barst að hans eigin kvæðum (sjá Grím Thomsen 1845b: 194). Síðar
í þessari sömu grein minnist Poestion á hnökrana í kveðskap Bjama og kemst
svo að orði (1897:295):