Gripla - 01.01.1998, Síða 215
SKÁLDIN ÞRJÚ OG ÞJÓÐIN
213
mannahöfn veturinn 1802-1803 og gefnir voru út litlu síðar, um „natur,
udvikling, organisme, personlighed, folk, historie, ubevidsthed, inspiration og
geni“ í andlegum þroska Bjama Thorarensens verður ekki deilt fremur en
áhrif hinnar rísandi rómantíkur í Danmörku á dvalarárum Bjama þar. Kenn-
ingar Steffens (sjá Henriksen 1975:15) eiga mætavel við:
Geniet er Guddommens egen Straale, der nu og da glansfuld bryder
ud af Massen, og i klar Harmonie samler, hvad Talentet eensidig
adsplitter. Til at bedpmme et Genie kan man aldrig bruge Regler,
som Tiden give; thi det er intet Genie, som ikke rager over sin Tid,
skaber en nye.
Hins vegar má gera ráð fyrir því að Bjama þætti sitthvað kunnuglegt í
þessum rómantísku kenningum. Skal þar nefna leifar af hinni fomu land-
vættatrú sem lifðu góðu lífi á dögum Bjarna, m.a. í trú þjóðarinnar á álaga-
bletti og huldufólk. Þar kemur einmitt fram náið samband manns og náttúru,
einn höfuðþáttur hinnar rómantísku náttúruheimspeki; er ekki heldur ólíklegt
að Bjami hafi á æskuáram sínum orðið fyrir dulrænni reynslu, en til þess
getur bent sögnin um dularfullt hvarf hans í Þjóðsögum Jóns Arnasonar (I
1954:45).
Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Bjami orti Islands minni, en samkvæmt
heimildum sem Jón Helgason rekur (Bjarni Thorarensen II 1935:39—40)
hefur það getað verið rúmum áratug fyrr en kvæðið var fyrst prentað í
Studenterviser árið 1819 (Bjami Thorarensen II 1935:36) enda hefur kvæðið
snemma orðið vinsælt meðal íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn og svo
breiðst út með þeim þegar þeir sneru aftur heim frá námi. Þetta hefur glatt
höfundinn, sem var samkvæmismaður mikill og söngmaður, og sannfært
hann um að honum hafi auðnast að efla föðurlandsást þjóðarinnar þegar
mikið lá við. Hvort þetta hefur hvatt hann til að yrkja kvæðið ísland er hins
vegar óljóst. Bjami hefur líklega ort það eftir að hann kom heim alkominn, en
þá voru enn alvarlegri tímar en fyrr, almenn vandræði vegna óvissra siglinga
af völdum Napóleonsstyrjaldanna; bættist þar svo við gjaldþrot danska ríkis-
ins árið 1813. En af kvæðinu sést að Bjama hefur þótt rétt að láta þar kveða
við alvarlegan tón og óvæntan til að leggja enn þyngri áherslu en áður á
órjúfandi tengsl lands og þjóðar og gera upprennandi kynslóð ljóst að henni
væri nauðugur einn kostur að treysta á sjálfa sig og landið, ætlaði hún að
halda reisn sinni og kjarki.
Forvitnilegt væri að vita hvort Bjarni Thorarensen hefur trúað á yfimátt-
úrulegan mátt skáldskaparins eins og þjóðin hafði gert frá ómunatíð og hefur