Gripla - 01.01.1998, Page 217
SKÁLDIN ÞRJÚ OG ÞJÓÐIN
215
vist Jónasar í Bessastaðaskóla gert honum kleift að afla sér yfirburðaþekk-
ingar í bragfræði forníslenskra hátta, enda hafði þá verið lokið við útgáfu
eddukvæða og Snorra-Eddu (Sveinn Yngvi Egilsson 1992:258-259) og
Sveinbjöm Egilsson, lektor og síðar rektor við Bessastaðaskóla, var allra Is-
lendinga fróðastur um skáldamálið foma um þessar mundir. Einar Ol. Sveins-
son hefur rakið nokkuð (1956:251) undir hvaða háttum kvæði Jónasar séu frá
því að hann útskrifaðist árið 1829 og þangað til hann hélt utan í fyrsta sinn
árið 1832:
Langmest ber á fomháttunum, fornyrðislagi og ljóðahætti; drótt-
kvætt (óreglulegt) og hrynhenda koma fyrir auk nokkurra rímnahátta
og fáeinna hátta annarra.
Verið getur að Jónas hafi heyrt sagnadansinn um Olaf liljurós, sem er á
skrá sextíu uppáhaldskvæða og erinda skólapilta hins annálaða söngmanns
Páls Melsteðs (Bjami Þorsteinsson 1906-1909:572-574); þeir Jónas vom
einn vetur samtíða í skóla. En ekkert kvæða Jónasar er undir sama hætti og
þessi eini sagnadans sem enn er stundum sunginn. Verulegar líkur eru einnig
á því að Jónas hafi heyrt gamlar vísur Fiðlu-Bjamar í Ólafs sögu Þórhalla-
sonar eftir Eirík Laxdal sem í elli tróð stafkarls stig nyrðra allt til dauðadags
1816, en bæði Jónas og Bjarni ortu undir dróttkvæðum hætti, stundum hend-
ingalausum eins og Vísur Fiðlu-Bjamar. Þar eru og afbrigði af Ljúflings-
ljóðum sem svo eru vanalega kölluð, kvæði undir edduhætti, en úr þeim er
eins og endurómur í annarri vísunni í Magnúsarkviðu, tvítugri drápu, erfi-
kvæði Jónasar eftir Magnús Stephensen háyfirdómara. í Ljúflingsljóðum
stendur (Eiríkur Laxdal 1987:351);
sefur svanur á báru,
már í hólmi,
mús undir steini
en í Magnúsarkviðu (Jónas Hallgrímsson I 1989:148);
Sofinn var þá fífill
fagur í haga,
mús í mosa,
már á báru.
Jónas hlýtur einnig að hafa þekkt þulur og langlokur; eitt kvæði skáldsins,
Ein velmeint bænaráminning til G. M., er einmitt eins konar langloka, þó held-
ur í styttra lagi (I 1989:200).