Gripla - 01.01.1998, Page 220
218
GRIPLA
þ.e.a.s. tveimur árum áður en ritdómur Jónasar birtist, og er það lítið sýnis-
horn af athyglisverðum skoðanaskiptum ýmissa merkismanna misjafnlega vel
skáldmæltra frá því seinast á átjándu öld og fram á þá nítjándu um ávirðingar
rímnanna og æskilega nýsköpun þeirra, og eru þessi skoðanaskipti rakin í
fyrrnefndu riti Vilhjálms Þ. Gíslasonar (1980). Sigurður Breiðfjörð (1835:
4-5) telur:
nú á vorri 0ld ótilhlýdilegt hér til ad velja lognar Trpllaspgur svo af-
skræmilegar, ad eingin heilbrigd skynsemi fái þar af trúad einu ordi.
Hann (1835:5) telureinnig að:
hitt mætti kannské nægja ad framsetja hpfud innihald spgunnar og
prýda svo eptir efnum og mætti Rímumar med sjálfsmídudum sam-
líkingum, snillilegum Eddu greinum og snotrum þaunkum yfir tilburdi
spgunnar.
Að þessu loknu tínir Jónas fram mörg glögg dæmi um það hversu Sigurði
hafi til tekist en bætir svo við (1837:23):
Því er ekkji að leína — rímumar eru liðugar, og smella töluvert í
munni, víða hvar. Skothend erindi hefi jeg ekkji fundið, og höfuð-
stafimir standa ekkji skakkt, nema á eínstaka stað.
Þegar Jónas hefur rakið fjölmörg dæmi um klaufalegar kenningar, rangar
orðmyndir og eyðufyllingar bætir hann við (1837:27):
Enn er það sá galli, að orðunum er margopt so óhentuglega firirkomið,
að áherzlan lendir á raungum stað, þegar erindið er lesið eða kveðið
samkvæmt bragarhættinum. Mest ber á þessu í þeím rímum sem eíga
að vera dírast kveðnar ... so það lítur út eins og höfundurinn kannist
sjálfur við, að þetta sje rángt, enn hafi ekkji kunnáttu til að forðast
það, þegar bragarhátturinn fer að kreppa að honum; og ætti þá bæði
hann og aðrir, sem hættir til að ifirsjást í þessu efni, að ætla sjer dálítið
af, og kveða ekki dírra enn þeír orka.
Alþýðu manna á öndverðri 19. öld hafa varla verið duldir þessir árekstrar
hljóðfræðinnar og stílsins við bragfræðina auk þess sem rangstæðir höfuð-
stafir hljóta að hafa skorið í langþjálfuð brageyru þjóðarinnar ekki síður en
Jónasar sjálfs. En hann vissi mætavel að það bar að rekja þessa sjálfsögðu
hluti vegna þess að helsta undirrót þeirra voru rímnahættimir sjálfir. Hitt er