Gripla - 01.01.1998, Page 221
SKÁLDIN ÞRJÚ OG ÞJÓÐIN
219
svo annað mál að mjög hafði hallað undan fæti öldum saman, og Jónas hafði
reyndar fordæmt Sigurð Breiðfjörð fyrir syndir sem rímnaskáldin höfðu verið
farin að drýgja þegar á 16. öld (sjá Bjöm K. Þórólfsson 1934:517-518); hafði
þróun rímnaháttanna þó verið hæg frá upphafi rímnakveðskapar seint á 14.
öld og fram um 1550. Löngu fyrir 1550 var farið að bæta hendingum inn í
vísuorð þversetis, bæði aðalhendingum og skothendingum, að nokkru eftir
því sem tíðkast hafði í dróttkvæðum, en í rímum er um þrjú sæti að velja fyrir
slík bragorð (Craigie I 1952:lvi). Þessar hendingar — innrímið — urðu drjúg
viðbót við endarímið sem rímumar höfðu hlotið í vöggugjöf. Oljóst er hve
hröð þessi þróun hefur orðið, m.a. vegna ónógra heimilda um uppruna og
aldur elstu rímnaháttanna. í Sjálfdeilum frá því um 1580 telur Hallur
Magnússon (d. 1601) upp fimmtíu rímnahætti en ómögulegt er að segja hve
margir þeirra höfðu í rauninni verið notaðir í rímum fyrir hans tíð (Craigie I
1952:xlv). Síðar aukast hendingamar langsetis og fram kemur m.a. hring-
henda, sem er ferskeytt með fjórum samstæðum miðhendingum. Þá var einn-
ig breytt háttum með stýfingu eða fjölgun atkvæða í vísuorði (Davíð Erlings-
son 1989:332) og til verður stikluvik, algjörlega nýr háttur fjögurra vísuorða
eftir 1550 (Craigie II 1952:xxxviii-xlii).
Á 17. öld varð bragfræði rímnanna enn fjölbreyttari enda var nú báðum
þessum aðferðum beitt stundum samhliða. Kolbeinn Grímsson Jöklaraskáld
bjó til hið fræga Kolbeinslag en þar (Craigie II 1952:xli)
em lokahendingar fyrsta og þriðja vísuorðs líka látnar vera í öðru risi
þeirra, svo að hver hending er fjórtekin í hverju erindi.
Enn lengra var gengið í áttþættingi og eru þá lokahendingarnar í samhendu
endurteknar í öðru risi hvers vísuorðs, svo að sama hendingin var átta sinnum
í hverju erindi (Craigie II 1952:xlv). Lengst í braglistinni komust menn samt
í sléttuböndum; þar verður að haga rími og ljóðstafasetningu þannig að fara
megi með erindið aftur á bak eigi síður en áfram, og með enn öðru móti, án
þess að hátturinn raskist þar við (Craigie II 1952:xxxix) — eða merkingin
haggist.
Hættimir nutu misjafnrar hylli hjá rímnaskáldunum. Nógu erfiðir viður-
eignar þóttu hættir með aðalhendingum, þ.e. nákvæmlega samrímuðum hend-
ingum, en jafnvel skáldið margfræga, Guðmundur Bergþórsson, kinokaði sér
við að yrkja sniðhent — þ.e. að beita hálfrímuðum hendingum (Craigie II
1952:xliv). í Hálfdanar rímum Brönufóstra kveður skáldið svo, m.a. (Craigie
I 1952:lix):