Gripla - 01.01.1998, Page 222
220
GRIPLA
Vísna fátt uni vella gátt
verður mér með dýran hátt;
óbreytt lag og orða slag
oftast hefi eg í mínum brag.
Stundum nefna skáldin einstaka hætti: „Braghent lag er best að kenna, / ef
blíðar þjóðir hlýða nenna“ kveður Hallur Magnússon í Vilmundarrímum.
„Stirt og þungt er stuðlalag, / stofna verð eg nýjan brag,“ kveður hann einnig
í sömu rímum (Craigie II 1952:xxxv-xxxvi). Hættimir voru auðvitað mis-
erfiðir, en ætluðu skáldin sér að yrkja undir hringhendum hætti, svo að ekki
sé minnst á áttþætting eða sléttubönd, dugði oft ekki annað en beita þekkingu
sinni á skáldamálinu frekar í hagmælskunnar þágu en smekkvísinnar.
Hinn alþýðlegi smekkur var erfiður húsbóndi, til þess að almenningi líkaði
þurfti margs að gæta og skulu hér raktar nokkrar kvartanir Sigurðar Breið-
fjörðs sjálfs. I mansöngnum að fjórðu rímu af Tistran og Indíönu kemst hann
svo að orði (Sveinbjöm Beinteinsson 1961:30):
Fram þó lokka viljum vér
vænnar þjóðar hylli
um kvæðin okkar meinast mér
margir flokkadrættimir.
Sumir vilji „í allan stað / orð sem töluð væru“ en svo deilir hann á aðra sem
vilji fremur láta vanda sér vísur „með klingjandi háttum hér / Hjálmberanda
spenna ker“ og „í einum klasa af kenningum / kvæðin binda vilja“ og hirði
ekki um „þó þar flasi innanum / ónýtt fjas af hortittum“. Þeir lasti ekki „efnis-
tóman orðaþátt“ því að „dillir ómur eyrum dátt / ef í gómum smellur hátt“
(Sveinbjörn Beinteinsson 1961:30-31). Það er eins og þetta síðasta vísuorð
hafi orðið hugfast Jónasi eins og áður er vikið að.
Af þessu stutta yfirliti sést að það gat verið ákveðnum erfiðleikum bundið
fyrir rímnaskáldin að verða við bragfræðilegum kröfum áheyrendanna. Þess
vegna er ekki undarlegt að þau skyldu, oft nauðug viljug, slaka á stílkröfum,
eðlilegri orðaröð og setningaskipan þegar beitt var bragfræðikunnáttunni sem
ákafast í innbyrðis samkeppni um hylli almennings, „og fólkið tók því fegins-
hendi til dægradvalar og umræðu“ (Vilhjálmur Þ. Gíslason 1980:105).
Þegar litið er á þennan fræga ritdóm í heild sést greinilega að við hann á
eftirfarandi mat Vilhjálms Þ. Gíslasonar (1980:99-100):
Greinin er almenn fordæming á rímunum sem bókmenntagrein, og
þess vegna er megináhersla lögð á það að sýna fram á fánýti þess, sem
var grundvöllur forms þeirra, lýsingarorð og kenningar.