Gripla - 01.01.1998, Page 223
SKÁLDIN ÞRJÚ OG ÞJÓÐIN
221
Vilhjálmur fylgir þessu eftir (1980:102) með öðrum sannyrðum:
Ritdómurinn túlkar einlæga og staðfasta listskoðun Jónasar Hallgríms-
sonar, hann er þáttur í stefnuskrá Fjölnis og í mati hans á íslenskum
bókmenntum.
En úr henni varð ekkert, segir Vilhjálmur, þrátt fyrir það að fjöldi skáldmæltra
manna gæti lesið norsk, sænsk og dönsk söguljóð undir nýjum háttum. Það er
hárrétt að úr þessari endurreisn rímnanna varð ekkert, en ekki er unnt að skella
allri skuldinni af þessu á rímnaskáldin sem „héldu áfram sínum gamla stíl, af
því að hann var þeim tamur“ (1980:105).
Dagný Kristjánsdóttir hefur bent á (1991:456) í hverju hættan af ritdómi
Jónasar var fólgin:
Rímur var imidlertid ikke bare en folkekjær og tradisjonsrik genre pá
Island, Sigurður Breiðfjörð var genrens mest populære dikter — og
kanskje ogsá den beste av dem. Jónas’ anmeldelse er derfor utrolig
utaktisk og arrogant, ikke minst i lyset av Fjölnirs kulturpolitiske
program og nasjonalistiske appell til folket i landet.
Heldur er það ólíklegt að Jónas hafi ekki áttað sig á þessum vandræðum, en
frekar mætti spyrja hvemig. Auðvelt var að hafna rímunum í hvössum rit-
dómi og lýsa eftir „et poetisk islandsk sprák“ (1991:456) en öllu torveldara
var að breyta skáldskaparsmekk þjóðarinnar. Nokkrar rímnastælingar em eftir
Jónas, bráðfyndnar, enda hagorður vel; en ekki þurfa þær að hafa aukið hon-
um vinsældir, sérstaklega þegar hann hæddist að nýhendunni sem Sigurður
Breiðfjörð hafði fyrstur kveðið og þóttist af að vonum. Annars er eins og
Jónas hafi ekki viljað vita alltof mikið af rímnaháttum nema ferskeyttum
hætti óbreyttum.
Ahrif ritdóms Jónasar Hallgrímssonar um Rímur af Tistran og Indíönu
munu sennilega lengi hafa verið minni en engin á velflesta landsmenn. Jónas
hefur samt sjálfsagt getað huggað sig við það að Bjami Thorarensen orti
aldrei neinar rímur. En svo er að sjá að skólagengin skáld þjóðarinnar hafi
lengst af nítjándu öldinni verið afhuga rímnakveðskap nema Benedikt
Gröndal sem orti Göngu-Hrólfs rímur (Benedikt Gröndal 1965:291). Bjarni,
Jónas og Grímur Thomsen hafa allir stefnt að því að fella saman sem hag-
legast orð og hugsanir og tóku þar nokkurt mið af alþýðukveðskap þótt þeir
höfnuðu rímnakveðskapnum í verki og Jónas Hallgrímsson þar að auki í orði.
Ákveðinn einfaldleiki var kjölfestan í skáldskap þremenninganna og þess
vegna vöruðust þeir dýra rímnahætti sem flæktu orðaröð.