Gripla - 01.01.1998, Side 225
SKÁLDIN ÞRJÚ OG ÞJÓÐIN
223
I Tómasarhaga tvinnast treginn eftir „einkavininn“ og náttúrulýsingin í snilldar-
ljóðlínunum tólf (I 1989:256).
I kvæðaflokknum Annes og eyjar ríkir einfaldleikinn næstum einn, enn
einráðari varð hann í Stökum. Það kvæðisheiti gæti þótt heldur fjarri lagi, en
því hefur ráðið að sami hugblær er í þeim öllum. Það er eins og Stökur hafi
orðið til af sjálfu sér þegar skáldið var í öngum sínum af einstæðingsskap og
söknuði. Varla er vikið frá orðavali, orðaröð eða setningaskipan talmálsins og
skáldið yrkir undir ferskeyttum hætti óbreyttum, sama hættinum og hann
hafði numið með móðurmálinu í bemsku og ort undir honum þessa vísu, að
sögn nokkuð á sjötta ári:
Buxur, vesti, brók og skó,
bætta sokka nýta,
húfutetur, hálsklút þó
og háleistana hvíta.
I Stökum er ekki treyst á skáldlegt líkingamál eins og í Vísum Fiðlu-
Bjamar heldur minnir hispurslaus bersöglin frekar á Bryngerðarljóð. Samt er
eins og orð Einars Ól. Sveinssonar um ýmis alþýðleg stef og þjóðsagnaljóð
(1956:229), þar sem hann vitnar m.a. í áðurnefndar vísur, eigi einnig við um
Stökur:
Skáldskapurinn er sjaldan mikið lýriskur, og þá sjaldan það er, fylgir
svo mikill hugur máli, að formið verður útundan, tilfinningin brýzt
fram hálfnakin.
Það var þessi beinskeyti og einfaldleiki sem Heinrich Heine var sannfærð-
ur um að væru höfuðeinkenni þjóðlegs, ljóðræns skáldskapar og hann reyndi
að endurskapa í sínum eigin Ijóðum (sjá Reeves 1974:40). Þegar Jónas þýddi
þessi ljóð undir íslenskum háttum gætti hann upprunalegrar fegurðar þeirra
oft með því að grípa til eddukvæðahátta eða ferskeytts háttar; þar fór Jónasi
eins og mörgum öðrum Islendingum fyrr og síðar að honum þóttu þessir
hættir einkar vel fallnir til að halda uppi hinni ljóðrænu hefð til að form og
innihald rynnu saman í órjúfandi heild í þeim kvæðum, „þar sem Heine er
stöðugur í sér“ og þau „birta hreina, samfellda skáldlega fegurð“ (Einar Ól.
Sveinsson 1956:270).
Snemma á skáldskaparferli sínum hafði Heine hallast að þessari stefnu,
enda hafði vegur þjóðkvæða vaxið mjög á uppvaxtarárum hans þegar þjóð-
emisvitund Þjóðverja tók fyrst að vakna undir hemámi Frakka og síðar að
eflast eftir ósigra á vígvöllunum á fyrsta áratug 19. aldar. Þess vegna efndu
þeir Ludwig Achim von Amim (1781-1831) og Clemens Brentano (1778-