Gripla - 01.01.1998, Page 229
SKÁLDIN ÞRJÚ OG ÞJÓÐIN
227
meðferðar í æskuverki sínu Om den nyfranske Poesi (1843:11), enda koma
þar bæði fram hugtökin þjóðarálit og þjóðarsmekkur (Folkedom, National-
smag) og þjóðarskáldskapur. Skilgreining Gríms er á þessa leið (1843:2
nmgr.):
Ved „Smag“ mener jeg ikke den subjektive Anskuelse hos forskjellige
Individer, men en objectiv, national Erkjendelse af det Objektive i
Kunsten og Nationens Subordination under det, ikke alene fra Digter-
nes, men ogsaa fra Publikums Side, hvor altsaa hine bpr holde sig den
Magts efterrettelige Befalinger i deres Produkter, og dette i Bedpm-
melsen deraf.
Því miður hefur Grímur ekki skilgreint „det Objektive i Kunsten" en hann
setur fram hugmyndina „Stilen er Nationen“ (1843:vi) andstætt „le styl c’est
l'homme" sem franski náttúruvísindamaðurinn George Louis Lelerc, greifi af
Buffon (1707-1788), hélt fram og skýrir þetta ef til vill nokkuð val Gríms á
viðfangsefnum einkum á efri árum.
Hins vegar skýrir hann betur hugmyndir sínar um hlutlæg tengsl þjóðar-
smekksins við skáldin eða öllu réttara skáldverkin, en sambandið lfkist að
vissu leyti hringrás þar sem hvorki greinist upphaf né endir; tengslin eru samt
nánast gagnkvæm; smekkur höfuðskálda þjóðarinnar og hennar sjálfrar fer
saman, en skáldskapurinn er hjartnæmasta tjáning hennar og tíðarandans
(Grímur Thomsen 1843:2-3).
Skáldin í Heidelberghópnum reyndu eftir megni að dylja höfundarein-
kennin og tókst þetta svo vel að það varð annað eðli þeirra sumra. Skáld-
mæltir íslendingar á 19. öldinni þurftu aldrei að reyna þetta þegar þeir ortu
vísur. Fyrirmyndimar úr lausavísnasjóðnum ótæmandi höfðu þeir tileinkað
sér, oftast eftirtektarlaust, við fleiri tækifæri en nútímamönnum gæti flogið í
hug, meðan farið var með vísur nær því hvenær sem færi gafst. Vísumar
höfðu mótað skáldskapargáfu flestra þannig, að yrðu þeim vísur á munni, vel
heppnaðar að almannadómi, urðu þær óðar höfundarlausir húsgangar; fór
jafnvel svo fyrir vísum eftir alkunn skáld, t.a.m. sumum vísum Sveinbjamar
Egilssonar. Hver man nú til dæmis höfundinn að þessari vísu sem hann orti
eftir tíðindasögn til Kristínar dóttur sinnar (Sveinbjöm Egilsson 1856:84):
Fljúga hvítu fiðrildin
fyrir utan glugga;
þama siglir einhver inn
ofurlítil dugga.