Gripla - 01.01.1998, Page 231
SKÁLDIN ÞRJÚ OG ÞJÓÐIN
229
una, og stundum brá fyrir orðalagi fyrri vísunnar í hinni síðari. Til var að
menn létu ekki við það sitja að skiptast á skoðunum, heldur einnig að þykjast
af bragfræðikunnáttunni. í Gömlum glœðum, minningum Guðbjargar Jóns-
dóttur húsfreyju á Broddanesi, hefur geymst eitt af fáum slíkum dæmum.
Annar hagyrðingurinn hét Þorsteinn, var smiður og fór eitt sinn (Guðbjörg
Jónsdóttir 1943:61-62)
yfir að Skriðnesenni til að smíða og kom þangað áður en fólkið var
komið á fætur. Hann fór því á einn gluggann eins og siður var, guðar
og kveður þessa vísu:
Rennur dagur úti enn,
Enni fagurt birtist senn,
senn vill Steini æða inn,
inn að reyna hefil sinn.
í rúmi undir glugganum svaf maður, er Kristján hjet; hann gegndi
óðara með annarri vísu:
Yggur fleina er kominn
með orku hreina á gluggann minn.
Hlýt jeg Steina að hleypa inn
svo hefil reyna megi sinn.
Kristján var greindur maður og hagmæltur.
Vel má geta sér þess til að Þorsteinn hafi haft vísu sína nær fullorta í huganum
þegar hann vakti Kristján, þótt aldrei verði það sannað. Vísa Kristjáns sýnir,
hvemig kunnátta í skáldskaparmálinu og orð úr ávarpsvísunni ásamt eigin
viðbótum gátu runnið saman í nýja, sjálfstæða heild. Einnig var algengt, eins
og reyndar enn í dag, að ortur væri fyrri helmingur vísu en botninn fór að
sjálfsögðu mjög eftir aðstæðum.
Þessi dæmi gefa nokkra hugmynd um skoðanir 19. aldar fslendinga á hlut-
verki skáldmæltra manna. í ljósi þeirra sést nokkuð greinilega hvers vegna
Konráð Gíslason (Jónas Hallgrímsson IV 1989:118-119) hefur sagt Jónasi
draum sinn um manninn mikla og föngulega sem
ávarpaði hann með kvæði. Þegar hann vaknaði, mundi hann úr því
eftirfarandi erindi:
Landið var fagurt og frítt
og fannhvítir jöklanna tindar,