Gripla - 01.01.1998, Page 232
230
GRIPLA
himinninn heiður og blár,
hafið var skínandi bjart.
En ekki má gleyma því að Konráð hefur ort þessar ljóðlínur, hvort sem hann
hefur gert það í draumi eða vöku (Sigurður Nordal 1996:406) þó að hann
brygðist ákaflega illa við því að Jónas skyldi hafa orðið til að „yrkja utan unt
þennan skít, mér til skammar og sjálfum þér til sæmdar“ (Konráð Gíslason
1984:67); hafa þeir vinimir báðir numið í bemsku að „kvæðin hafa þann kost
með sér, / þau kennast betur og lærast ger“. Nú fór það reyndar svo að kvæðið
Island eins og reyndar tímaritið Fjölnir í heild sinni var í Sunnanpóstinum
kallað „grafskrift yfir ísland“ (Jónas Hallgrímsson IV 1989:118). Hvort þá
Konráð og Jónas hefur grunað þennan harða dóm er ekki vitað, en þeir vissu
vel að „málið laust úr minni fer“. Að vísu eru nokkur áhöld um hvort
Jónas hefur þama beinlínis fært í ljóð flestar þær hugmyndir, sem
finna má í formálsorðum Tómasar Sæmundssonar
eins og Sverrir Kristjánsson (1970:171) hefur haldið fram. Þó að vitað sé að
Tómas sendi félögum sínum uppkast sitt að formála Fjölnis (Vilhjálmur Þ.
Gíslason 1980:91), er ekki sjálfsagt að ætla að Jónas hafi stuðst beint við það
heldur má gera ráð fyrir að hann hafi heyrt líkar skoðanir áður hjá Tómasi. En
hvernig svo sem þessu hefur verið háttað er líklegt að þeir Konráð og Jónas
hafi væntanlega litið svo á að í bundnu máli ættu þessar nýstárlegu hugmynd-
ir greiðari leið inn í huga væntanlegra lesenda í bundnu máli en óbundnu og
ættu þá að geta borist manna á milli.
Franska skáldkonan og bókmenntafrömuðurinn Germaine de Staél-Hol-
stein ([1866]: 149-150) hafði komst svo að orði í De l’ Allemagne, öðru höf-
uðriti sínu um bókmenntir:
De beaux vers ne sont pas de la poésie; Tinspiration, dans les arts, est
une source inépuisable, qui vivifie depuis lapremiére parole jusqu’á la
demiére: amour, patrie, croyance, tout doit étre divinisé dans l’ode,
c’est l’apothéose du sentiment.
Kröfur Jónasar um frumleika og innblástur fara mjög saman við þær skoðanir
og benda til þess að Jónas hafi jafnvel viljað stíga feti framar þessum hörðu
samtímakröfum, því að hann orti kvæði um öll þessi efni auk nokkurra í
viðbót, m.a. undir dýrum fornháttum íslenskum. Það er ekki að furða þó að
Magnúsarkviða, erfiljóðið eftir Magnús Stephensen, sé undir töglagi eða
Leiðarljóð til herra Jóns Sigurðssonar alþingismanns undir dróttkvæðum