Gripla - 01.01.1998, Page 235
SKÁLDIN ÞRJÚ OG ÞJÓÐIN
233
ur líka góðu skáldi orðið nokkuð úr vesælu efni, ef hann fer með það
eins og skáld.
Um þetta mátti Jónas trútt tala, því að í sama árgangi í Fjölni hafði hann birt
kvæðið Móðurást um konu í Noregi sem hafði lagt lífið í sölumar til að
bjarga bömum sínum tveimur frá því að verða úti í kafaldsbyl. Jónas tekur
þar (1837:30-32) öllu vægilegar til orða en í rímnadómnum, enda sé
fljótsjeð, að þessi viðburður er fullgott irkjis-efni, ef skáld ætti með að
fara; og það hefir sá fundið, sem orkti kvæðið í Sunnanpóstinum.
Móðurást er að mestu þýðing séra Ama Helgasonar, stiftsprófasts í Görðum
(1777-1869) og ritstjóra Sunnanpóstsins, á kvæðinu Betlersken pá Hitter-
sden eftir norska skáldið Conrad Nicolai Schwach (1793-1860) (Jónas Hall-
grímsson IV 1989:128). Þegar bomir eru saman textar Áma og Jónasar er
erfitt að verjast þeirri hugsun að skilningur Jónasar á frumleikahugtakinu sé í
höfuðatriðum samkvæmt fagurfræði 19. aldar því að hann vill láta fegurð
efnisins njóta sín og útrýma öllu sem spillir henni (Jónas Hallgrímsson IV
1989:128). Jafnframt því sem Jónas einbeitir sér að meginefninu, móður-
ástinni (Jónas Hallgrímsson IV 1989:129), verður kvæðið bæði ólíkara fyrir-
myndinni og frumlegra enda kveður Jónas „um þetta formfagra ballödu“
(Einar Ól. Sveinsson 1956:257).
Um frumleika í efnisvali eða efnismeðferð mun öllu torveldara að dæma
en hvemig þetta eftirsótta fyrirbrigði birtist í sjálfum búningi skáldskaparins;
virðist heldur hægara að meta hið síðastnefnda hlutlægar og nákvæmar. Um
tengsl tungumáls og bragarhátta stendur í framangreindu riti Þorleifs Guð-
mundssonar Repps (1824:10):
Det er saare vigtigt for den fölgende Undersögelse, at man klarligen
indseer Metrikens Forskjel og Eiendommelighed i de forskjellige
Sprog, som er begrundet i deres Characteer ...
Á öðmm stað (1824:27) bendir Þorleifur á hvemig skáldin velji hættina og
aðlagi þá samkvæmt eðli kvæðanna og eigin skapgerð:
Aabenlyst er det, at i mange af de anförte Beskaffenheder retter Met-
rumet sig, eller snarere er det af Digteren lempet og valgt, efter Dig-
tets Natur og hans egen Gemytsbeskaffenhed tillige.
Þorleifur drepur þama á þátt skáldgáfunnar í yrkingum. Hann tekur jafnframt
fram að enn þýðingarmeira sé hljómfall háttarins, enda þjóðlegt, sem skáldið