Gripla - 01.01.1998, Síða 236
234
GRIPLA
rekist á en skapi það ekki, en hljóti, vilji og eigi að fara eftir því, þar eð
hugarástand þjóðar hans og hans eigið hljóti að minnsta kosti að vissu marki
að fara saman (1824:27-28):
Men ogsaa i dette Capitel fomemme vi noget mere betydende, som er
Nationalt, som Digteren forefinder, ikke selv danner, men maa, vil og
bör rette sig efter, da hans Nations Stemning i det mindste til en vis
Grad er og maa være hans egen ... Umiskjendelig synes mig f. Ex.
Marschtacten skjöndt heller ikke meget regelmæssig, at være i
fölgende Metrum, som Islænderne recitere saaledes.
Ef til vill hafa þessar kenningar ekki komið Jónasi mjög svo á óvart, en þær
hafa getað orðið honum kærkomið leiðarhnoða um vandrataðar bragarslóðir
og bent honum á að samhæfa eftir föngum efni og form.
Eins og Einar Ól. Sveinsson hefur bent á (1956:255) fór svo að formgallar
þeir, sem fundnir verða á kvæðum Jónasar áður en hann heldur utan í fyrsta
sinni sumarið 1832, hverfa. Þaðan af er eins og frumleiki Jónasar Hallgríms-
sonar hafi verið fólginn í því m.a. að snfða efninu og andagiftinni þann
búning sem hæfði best hverju sinni, áreynslulaust. En eiginhandarrit Jónasar
að fjölmörgum kvæðum hans gefa merkilegar vísbendingar um breytingar
skáldsins á kvæðum, m.a. vandlæti skáldsins um orðaval. Af öðrum heim-
ildum kemur í ljós að skáldið hafði mörg kvæðanna lengi í smíðum. Upp úr
fyrstu utanferðinni sést „hversu nýir bragarhættir þyrpast nú fram!“ (1956:
255). Dróttkvætt kemur fram í nýrri mynd (lengt um eitt atkvæði, vísan fjórar
línur) „en svo mjúkt að það er nærri því ókennilegt“ og enn fleiri fomhátta-
afbrigði (1956:256). Nú fer Jónas að leggja sig eftir suðrænum háttum og
yrkir Eg bið að heilsa sem er talin fyrsta sonnetta sem ort er á íslenska tungu
(Jónas Hallgrímsson IV 1989:186) og redondilla og tríolet eru kynnt ljóð-
elskum Islendingum í glettnum kvæðum um kunnugleg efni. Hjá Heine lærir
Jónas svo „eftirlætisbrag Heines" sem er ferskeyttur, forliður og þrír tvíliðir í
jöfnu vísuorðunum, en forliður, einn tvíliður auk stýfðs tvíliðs í hinum ójöfnu
og rímið er abcb, og hitt er spánska rómansan sem er rímuð hjá Jónasi (Einar
Ól. Sveinsson 1956:257). Jónas yrkir svo kvæðið Island við fjórar hendingar
sem Konráð Gíslason lærði í draumi (Jónas Hallgrímsson 1883:390). Hefur
það varla verið tilviljun að þær skyldu einmitt vera undir hinum klassíska,
elegíska hætti, en samkvæmt fomgrískum og rómverskum skáldskapar-
fræðum var elegia upphaflega háttur einkennandi fyrir hvers konar alvöru-
þrungnar hugleiðingar skáldsins (Holman 1975:183). Kemur því ekki á óvart
að Jónas hafi viljað láta yrkisefnið verða samgróið hættinum og talið hann til