Gripla - 01.01.1998, Síða 237
SKÁLDIN ÞRJÚ OG ÞJÓÐIN
235
þess fallinn að leggja áherslu á efnislega heild þessa margslungna kvæðis,
enda því ekki skipt í erindi í frumprentuninni í fyrsta árgangi Fjölnis 1835.
Með hinni þungu áherslu á báðum atkvæðum ávarpsorðsins Island sýnir
skáldið fram á það hve honum er föðurlandið hjartfólgið. Meginhluti kvæðis-
ins Gunnarshólma er „terzína, marglit flétta, sem að öllu sjálfráðu endar
aldrei“ (Einar Ól. Sveinsson 1956:256) og tryggir órjúfandi tengsl lýsingar
landsins og hinnar sögulegu frásagnar af Gunnari á Hlíðarenda. Að henni
lokinni verða skil í efnistökum og þess vegna skiptir um hátt og við tekur
oktövuháttur í tveimur átta ljóðlínu hlutum (Jónas Hallgrímsson IV 1989:
131). Hvor þeirra um sig er „stanza, svipmikil og tíguleg“ (Einar Ól. Sveins-
son 1956:256), enda stígur nú „skáldið sjálft fram í fyrstu persónu og dregur
lærdóma af sögu Gunnars og birtir meginhugsun kvæðisins“ (Jónas Hall-
grímsson IV 1989:131). Hannes Pétursson segir (1979:56) að Gunnarshólmi
sé „hánýtízkulegt kvæði um Gunnar á Hlíðarenda“ og þetta (1979:52)
orðlistarverk ... að langmestu leyti undir ströngum bragarhætti, terz-
ínum, sem hann hafði aldrei glímt við áður svo vitað sé, né nokkur ann-
ar íslenzkur höfundur, kvæði rammsmíðað bæði að hugsun og formi.
Halldór Laxness getur um „þá stökkþróun sem orðin er í íslensku skáld-
skaparformi með tilkomu Gunnarshólma“ (1957:xiv). Enn mætti rekja hvem-
ig Jónas yrkir um íslenska náttúru og tungu, lofsöngva um sólina, dýrakvæði,
bamavísur og veislukvæði sem hafa orðið þjóðinni hugstæð, sum undir fom-
háttum, önnur undir rómantískum, söngþýðum bragarháttum. Hinum fomu
háttum breytti hann til að gera þá blæfegurri og helgaði hina síðamefndu
íslenskunni með ljóðstafasetningunni ævafornu, enda vissi hann hvað við lá,
og þannig tókst honum að flytja boðskap þjóðfrelsis og ættjarðarástar á vængj-
um söngvinna bragarhátta rómantísku stefnunnar.
5 Söguljóð Gríms Thomsens
5.7 Grímur og söguljóðin
Þremenningamir, Bjami Thorarensen, Jónas Hallgrímsson og Grímur Thom-
sen, sem lögðu kjölinn að hinu nýja rómantíska fleyi íslenskrar ljóðagerðar
virðast hafa gætt þess að í honum væri kjörviður að gleggstu manna yfirsýn.
Þeim varð þetta auðveldara en ætla mætti vegna þess að þeir voru að ýmsu
leyti ólíkir að að uppruna, uppeldi og menntun og einnig að skapferli, þótt
skapmiklir væru þeir allir. Lífskjör þeirra og áhugamál urðu þess vegna ólík.