Gripla - 01.01.1998, Page 238
236
GRIPLA
En enginn þremenninganna helgaði sig skáldskapnum eingöngu og iðkuðu
þeir hina vammi firrðu íþrótt við afar misjöfn kjör. Auðveldast reyndist Grími
Thomsen að brjótast til sjaldgæfra metorða á íslenskan mælikvarða og skipti
þar sköpum að Grími hélst uppi að sniðganga venjulegan íslenskan embættis-
mannaframa með því að hætta fljótlega við lögfræðinámið við Kaupmanna-
hafnarháskóla og snúa „sjer að heimspeki, bókmentum og svonefndum fagur-
fræðum" (Jón Þorkelsson I 1934:xiv). En þess skal minnast að ritgerð Gríms
Om den nyfranske Poesi (1843) er bókmenntaró'gw/eg og valdi Grímur þá sér
að einkunnarorðum vamaðarorð Chateaubriands: „Une vue de la litterature,
isolée de l'histoire des nations, créerait un prodigieux mensonge" (‘Líti menn
ekki á bókmenntimar í tengslum við sögu þjóðanna, láta þeir gífurlega
blekkjast’) (1843:iii). Af þeirri ástæðu einni er augljóst að Grímur hefur þurft
að leggja drjúga stund á sagnfræði, þótt hann hafi ekki gert það formlega.
Fyrir ritgerðina hlaut hann önnur verðlaun Kaupmannahafnarháskóla (Jón
Þorkelsson I 1934:xiv) og um hálfu öðru ári síðar samdi Grímur heimspeki-
legan formála að ritgerðinni, líklegast í tilefni af útgáfu hennar. Enda þótt
hann vitni til margra franskra rita ber þar mest á þýsku heimspekingunum
G. W. F. Hegel (1770-1831) og F. W. J. von Schelling (1775-1854) sem voru
einhverjir helstu heimspekingar rómantísku stefnunnar á 19. öld.
Ahrif Schellings voru víðtæk, m.a. á Henrik Steffens sem hafði lagt stund
á heimspekikenningar hans (Hoffmeister 1990:108) og öðlast þannig þekk-
ingu til að sannfæra Oehlenschláger hinn unga um það hve þroskavænleg
rómantíska stefnan yrði fyrir skáldgáfu hans (Gustav Albeck 1971:22-23).
Með lofseinkunn lauk Grímur 22. apríl 1845 prófi í heimspeki og skáld-
ritum hinna nýrri tíma og varði ritið Om Lord Byron réttri viku síðar og hlaut
fyrir það meistaranafnbót. Framsetning Gríms „ber mikinn keim af Hegel
hinum þýska“ (Jón Þorkelsson I 1934:xviii) svo að Grími hafa þá auðvitað
verið gjörkunnug rit hans.
Grímur varð „að kalla mátti, fyrstur manna til að kynna lesendum í Dan-
mörku og annars staðar á Norðurlöndum skáldskap Byrons og einstakan
æviferil hans“ (Richard Beck 1937:130). Varla þarf því að undrast að tæpu ári
síðar veitti konungur Grími óvenjulega ríkulegan styrk til þess að ferðast um
meginlönd Norðurálfunnar, einkum í því skyni að verða fullnuma í nýju
málunum (Jón Þorkelsson I 1934:xviii). Frá París skrifaði Grímur svo 14.
september 1846 móðurbróður sínum, Grími Jónssyni amtmanni, að hann
ætlaði sér (Aðalgeir Kristjánsson 1983:68)
að stunda hér söguna, því enginn stendur Frökkum á sporði í þeirri
vísindagrein nú á dögum. Guizot, Thierry, Thiers, Villemain, Chateau-