Gripla - 01.01.1998, Page 239
SKÁLDIN ÞRJÚ OG ÞJÓÐIN
237
briand, hver öðrum meiri, en þó enginn á við Michelet, eru nú klerkar
og ábótar sögunnar.
Er auðséð að Grímur hefur brunnið í skinninu að sjá sagnfræðingana sem
hann hafði vitnað til í Áliti um ritgjörðir (1845c:93-120). Sést greinilega af
þessu, að Grímur hefur viljað kynna sér sagnfræðina frá sem flestum hliðum
til að gefa út með fræðilegum hætti Les garanties anglo-frangaises, sem
greiddi götu hans inn í utanríkisþjónustuna eins og Aðalgeir Kristjánsson
hefur bent á (1983:65). Fran$ois Guizot (1787-1874), Augustin Thierry
(1795-1856), Adolphe Thiers (1797-1877) og Abel Fran$ois Villemain
(1790-1860) voru allir nema Villemain mikilvirkustu sagnfræðingar Frakk-
lands auk þess sem þeir sinntu yfírleitt öðrum störfum svo sem blaðamennsku
eða kenndu við ýmsa virtustu æðri skóla landsins. Um Thiers skal þess getið
að hann var einn hinna frjálslyndari leiðtoga stjómarandstöðunnar þegar
Grímur dvaldist í París. Fran$ois-René, vicomte de Chateaubriand (1768-
1848) hefur getið sér meiri frægð sem skáld en sagnfræðingur enda einn
helsti frumkvöðull rómantísku stefnunnar í frönskum bókmenntum og hafði
Grímur ritað um hann í Om den nyfranske Poesi. En orð Gríms „en þó enginn
á við Michelet“ em dagsönn því að afköst hans voru undraverð og óhaggan-
legur er orðstír hans sem mesti sagnfræðingur Frakka. Þegar Grímur kom til
Parísar hafði Jules Michelet (1798-1874) verið forstöðumaður sagnfræði-
deildar Þjóðskjalasafnins frá því 1830 og haft yfirumsjón með flokkun og
sagnfræðilegu mati skjala og jafnframt kennt bæði við Ecole Normale og
Sorbonne, félagi í Académie des Sciences Morales et Politiques og prófessor
í sagnfræði og siðfræðilegri heimspeki við Collége de France.
Nýr skilningur á sagnfræði var mikilvægur þáttur rómantísku stefnunnar
og því var skiljanlegt að skáldin sæktu af meira kappi en fyrr í óþrotlegan
sjóð einstakra sögulegra atburða til að gæða verk sín aðdráttarafli frumleik-
ans. Sögulega skáldsagan hélt innreið sína í evrópskar bókmenntir og leik-
skáldin kepptust við svo að unnt væri að sjá æ fleiri fyrri tíma atburði og
menn á leiksviðinu. Mannfæð og fátækt torvelduðu íslendingum bæði að gefa
út skáldsögur og koma á fót leikfélögum, hvað þá að stofna leikhús. Hins
vegar var leiðin öllu greiðari söguljóðunum, enda langtum kostnaðarminna að
koma þeim á framfæri. Þegar kvæði Gríms Thomsens eru borin saman við
kvæði Bjarna Thorarensens og Jónasar Hallgrímssonar kemur fljótlega í ljós
að hann var stirðkvæðari en þeir báðir. Enda þótt ómótmælanlegt sé, eins og
Andrés Bjömsson (1946b:xii—xiii) hefur bent á, að greinileg skil verða í brag-
list Gríms með eftirmælunum eftir Jónas Hallgrímsson en þrátt fyrir það að
hann yrði þvílíkur „hagsmiður bragar“ að hind var á, var eins og honum væri