Gripla - 01.01.1998, Page 240
238
GRIPLA
frekar gefið að lýsa glæsilega náttúrufyrirbrigðum eða atburðarás en hvikul-
um geðbrigðum. Ekki brast Grím samt innileik. I Avarpi til fósturjarðarinnar
úr framandi landi (1858 eða fyrr) hefur skaphitinn orðið tregðu skáldgáfunnar
yfirsterkari og myndhvörfin og kveðandin sameinast áreynslulaust. En Grím-
ur afréð ekki fyrr en átta árum síðar að halda heim til átthaganna og enn liðu
tvö ár þangað til að hann væri alkominn heim.
5.2 Islensk yrkisefni
Á þessu tímabili velur Grímur sér íslensk yrkisefni æ oftar. Kvæðið ísland er
ástarjátning til Fjallkonunnar. I Gunnarsrímu sjáum við þau Gunnar á Hlíðar-
enda og Hallgerði á örlagastundu og heyrum í anda skáldleg orðaskiptin áður
en þau skiljast að eilífu. Á Sprengisandi og í Leiðslu hafa vættirnir og
náttúran heillað skáldið. Raunsæ mannlýsingin í Eirfki formanni ber glöggt
vitni endurminningar frá æskuárunum um formennina á Álftanesinu. Sama
árið og Grímur lét af embætti í Danmörku yrkir hann Bamafoss um grunleysi
bama í varasömum töfraheimi íslenskrar náttúru. Hesturinn hefur svo bæst í
hópinn í Skúlaskeiði, bjargvættur landsmanna í lífsbaráttu kynslóðanna,
jafnöruggur í þeysireið um fjöll og fimindi og í viðsjálli reið í tunglsljósi á ís
„því þar sem álfar frömdu sinn feiknstafaleik, / feigðarhylur gein þar og spöng-
in var veik“, segir í Álfadansi (Grímur Thomsen I 1934:18).
Upp frá þessu áttu söguljóðin hug Gríms. Þrátt fyrir nokkur afskipti af
íslenskum stjómmálum um árabil fékk hann nú næði í kyrrðinni á Bessastöð-
um til að láta reyna á íhyglina; hefur það verið kærkomið Grími sem ekki var
hraðkvæður að jafnaði, enda hæfileikinn til að velta lífinu og tilverunni fyrir
sér talinn skipta öllu meira máli við yrkingar söguljóða en annars bundins
máls, vegna þess að í söguljóðum spinnur skáldið söguþráð, setur atburði á
svið og lætur menn með ólíka skapgerð takast á til að skapa trúlega atburða-
rás. Þá var Grímur bæði gæddur afburðagáfum og hafði öðlast mikla reynslu
og fágæta bæði í dönsku utanríkisþjónustunni og stjómmálalífi yfirleitt, þar
sem næm mannþekking hefur ekki verið ómikilvægasti þáttur traustrar
þekkingar á aðstæðum. Grímur hefur því fengið fleiri tækifæri og sjaldgæfari
en flest önnur íslensk skáld allt frá stallaradögum Sighvats Þórðarsonar við
hirð Olafs helga og hirðskáldsárunum hjá Magnúsi góða, syni hans, til að
kynnast valdamönnum af eigin raun. Þekking Gríms á mannlífinu var því
bæði yfirgripsmikil og fjölbreytt. A. W. Schlegel hefur sýnt fram á hve geysi-
leg þekking á nytsömum staðreyndum hafi dregið Shakespeare langt og
kemst þessi mikli Shakespearefræðingur svo að orði (II 1966:123): „LJber-
haupt ging seine Neigung nicht darauf, Worte, sondem Tatsachen einzu-