Gripla - 01.01.1998, Page 243
SKÁLDIN ÞRJÚ OG ÞJÓÐIN
241
krefst til þess að samsetningin verði órofin“ (1946a:71) en þar kom dálæti
skáldsins á Halldóri Snorrasyni fram á eðlilegan hátt án þess flokkurinn
breyttist verulega að gerð. Engar athugasemdir skulu heldur gerðar við það að
Grímur hafi sleppt þremur ferðum Haralds konungs „á fund Ásláks, áður en
hann lætur sækja Heming. ... Sú frásögn var of löng til þess, að kvæðis-
heildin þyldi hana“ (1946a:74).
I ævintýrum og ævafomum sögnum táknar þrítalan stígandi í frásögn en
stytting Gríms dregur úr ævintýrablænum og styrkir sagnaþættina í Hemings
flokki Áslákssonar. Þegar þessi dæmi eru dregin saman kemur í ljós að heim-
ildanotkun Gríms miðar að því að fá svigrúm til að yrkja sérstætt söguljóð
með stórbrotnum mannlýsingum, mikilfenglegum átökum og atburðum þar
sem hetjan vinnur annaðhvort úrslitasigur að lokum eða fellur með sæmd. Að
þessu leyti minnir Hemings flokkur mjög á Ódysseifskviðu. Báðar hetjumar
er hæfileikaríkari en aðrir menn, en þurfa samt á hjálp annarra að halda þegar
mikið liggur við; í Ódysseifskviðu veitir gyðjan Aþena sjálf Ódysseifi þegar
mest á ríður í bardaganum við biðlana, en Hemingur berst í fjölmennu óvina-
liði Haralds konungs þegar til úrslita dregur milli þeirra svo að hann þarf ekki
annars við en skotfiminnar.
Rímur af Búa Andríðssyni og Fríðu Dofradóttur eru ævintýri, en úr heim-
ildinni, Kjalnesinga sögu, hefur Grímur sleppt því sem ekki gat samrímst
auðröktum söguþræði ævintýranna og einfölduðum mannlýsingum. Uppi-
staða kvæðisins er sendiferðin sem Búi fer að skipan Haralds konungs hár-
fagra til að færa konungi tafl Dofra fóstra hans. Búi á ánægjulega vetrardvöl
í fjallinu hjá Dofra og þau Fríður Dofradóttir giftast með ljúfu samþykki
föður hennar, flytja til Islands, reisa bú á Esjubergi og búa þar farsællega til
elli. I Kjalnesinga sögu er hins vegar rakið hvemig Búi sveik fyrst Ólöfu
Kolladóttur og síðar Fríði Dofradóttur í tryggðum og greint frá því hve illa
Búi tekur við frændsemi Jökuls þegar hann kemur austan úr Dofrafjöllum frá
Fríði móður sinni og frændum. Búi skorar á son sinn í fangbrögð til að Jökull
geti sannað skyldleikann með aflinu en svo fer að hann banar föður sínum.
En þetta er epískt afbrigði af þessu foma einvígisminni föður og sonar en
ekki rómantískt og á þess vegna ekki heima í ævintýrum. Grími hefur verið í
mun að láta skáldskapinn njóta sín eins og hann gæti skírastur orðið og fellt
atburðinn brott þess vegna. En til að undirheimar Dofra séu í sönnum ævin-
týrastfl skortir ekki lýsingar á dvergum og smíðum þeirra eins og í fomaldar-
sögum, og stórkostlegar eru skemmtanir risanna þó að hættir þeirra séu alla-
jafna fágaðir.
Af Áliti um ritgjörðir, ritdómi Gríms um Ágrip af merkisatburðum mann-