Gripla - 01.01.1998, Page 247
SKÁLDIN ÞRJÚ OG ÞJÓÐIN
245
Um Sinfjötla hefur Grímur ort stutt kvæði samnefnt. En inngangsorðum að
Grípisspá og Völsunga sögu ber saman um það að Sinfjötli hafi látið lffíð
þegar hann lét „grön sía“ að áeggjan Sigmundar föður síns þegar Borghildur
stjúpmóðir Sinfjötla bar honum eitur í þriðja sinn (Eddukvæði 1867:202,
Fomaldarsögur Norðurlanda 1:23-24). Hins vegar stendur það einnig í inn-
gangsorðunum að Grípisspá að Sinfjötli hafi ekki staðist eitur nema „á hör-
und útan“. I ljósi þessa hefur Gnmur tekið sér mikið efnislegt skáldaleyfi þeg-
ar hann lætur Sinfjötla bæði verða ýta elstan og bana stjúpmóður sinni með
eitrinu í þokkabót.
5.3 Kvenhetjur úrfornsögum
Að sjálfsögðu studdist Grímur við Islendingasögur þegar hann orti kvæða-
flokkinn Islenskar konur frá söguöldinni. Þetta var íslenskum skáldum þá enn
nokkur þoranraun, því að þau gátu ekki skákað í skjóli nær almennrar van-
þekkingar landsmanna á Islendingasögunum eins og t.d. Adam Oehlenschlager
að ekki sé minnst á önnur erlend skáld. Jónas Hallgrímsson hafði eins og al-
kunnugt er ekki ráðist í þetta nema í Gunnarshólma, og minna má á að rímna-
skáldin virðast frekar hafa sneitt hjá Islendingasögum. Því miður verður þessi
kvæðabálkur ekki tímasettur frekar en flest kvæði Gríms önnur. Þess vegna
verður varla getum að því leitt hvort Grímur hefur sneitt hjá Hallgerði í
þessum kvæðabálki vegna þess að Gunnarsríma frá 1859 og Þjóstólfur séu
eldri, en hafi svo verið háttað um annaðhvort — hvað þá bæði — er líkast til
að Grími hafi einfaldlega fundist önnur yrkisefni brýnni.
Hins vegar hefur Grímur ort um Hildigunni og Bergþóru enda báðar helstu
kvenskörungar Njáls sögu ásamt Hallgerði. Kvæðið Hildigunnur er nokkurs
konar endursögn á kaflanum um viðskipti Flosa og Hildigunnar í Ossabæ
eins og Matthías Johannessen (1958:90) hefur leitt rök að, en þá eggjaði
Hildigunnur Flosa svo grimmilega að hefna Höskulds eiginmanns síns, að
Flosi tók engum sættum þaðan af. Við annan tón kveður í kvæðinu Bergþóra
„sem styðst aðallega við hina fleygu setningu hennar“ í brennunni: „Ek var
ung gefin Njáli, ok hefi ek því heitit honum, at eitt skyldi ganga yfir okkr
bæði.“ Um kvæðið segir Matthías: „Og yfir því hvílir ró og stilling, heiðríkja
ævikvöldsins, þrá eftir hinu ókunna“ (1958:91, 92).
Eins og Bergþóru eru raunatölur Helgu fögru lagðar henni í munn í sam-
nefndu kvæði. Hún situr með skikkjuna, bekkjargjöf Gunnlaugs, og strýkur
hana sér til harmaléttis. Helga jafnar saman hlutskipti þeirra Sigrúnar sem
„vakti Helga úr haugi“ og hlakkar til að troða „með Gunnlaugi / helstig greið-
an ...“ (Grímur Thomsen II 1934:41).