Gripla - 01.01.1998, Page 250
248
GRIPLA
5.5 Kvæði um innlenda atburði
Enda þótt Grímur liti mjög til fomaldarinnar í söguljóðum sínum lét liann
ekki hjá líða að yrkja um íslenskar hetjur og atburði á hinum seinni öldum og
allt fram á daga Sveins Pálssonar læknis, sem sundreið Jökulsá í jökulhlaupi
og jakaburði til að vinna „verkið mannkærleika“ (Grímur Thomsen II 1934:
96). I kvæðunum um Olöfu Loftsdóttur tengir hann svo íslenskar miðaldir við
glæsta fomöldina með því að að sýna að einnig þá voru uppi konur gæddar
sömu hetjulund hvort sem hún hugði sér „enga hefð né frama“ (II 1934:47)
að hefna sín á einstæðingi, að eigi skuli gráta Bjöm bónda heldur safna liði
eða bað Drottin svo um „merki“ af mildi sinni við dauða sinn að hún hafi
verið sínu trú í verki (II 1934:49).
I sama anda er kvæðið Teitur í Bjarnanesi og Þorvarður Loftsson sem fóru
að Jóni Gerekssyni alskrýddum fyrir háaltarinu í Skálholtskirkju á Þorláks-
messu á sumri, flettu skrúðanum af biskupi og drekktu í Brúará. Torfi í Klofa
og Lénharður fógeti eru einnig baráttumenn gegn erlendu valdi, og í kvæðinu
um Ögmund biskup og Diðrik af Minden sést að Grími lét engu síður að lýsa
manni með skapgerð Ögmundar, sem er blíður viðurtals en séður. Þegar
Diðrik af Minden „með makt og miklu veldi / ... reið á Skálholtsstað“ eftir
ránin í Viðey skenkjaranum „biskup býður / bjór að spara sízt og mjöð“. Diðrik
gætir ekki tungu sinnar og refimir báðir, biskup og Jón, „ráðsnar þegninn“,
ráða ráðurn sínum með Drottin sem eina vottinn og „Refs voru hvassar tenn-
urnar“ og rósta varð í ranni þar sem Diðrik féll í valinn, „en — biskup sefur
sætt í næði / sveinum þó að Myndens blæði“ (Grímur Thomsen I 1934:81).
Friðsamari er Skúli fógeti í Bátsenda pundaranum, enda vopnlaus en „yfir
rummungum reiddi hann hátt / réttar og laganna sverð“ (II 1934:84) af engu
minna hugrekki en Halldór Snorrason forðum sverð sitt yfir svíra Haralds
harðráða.
5.6 Niðurlag
Sýnt hefur verið fram á með glöggum rökum hve söguljóð Gríms Thomsens
eru margþætt. Leitað hefur verið að skáldinu að baki þeim, ekki einungis í
kvæðinu A Glæsivöllum sem lýkur með afhjúpuninni ljóðrænu: „kalinn á
hjarta þaðan slapp ég“ (I 1934:26) heldur hefur Sigurður Nordal (1969:18)
dregið fram þessar ljóðlínur í Tókastúfi (Grímur Thomsen II 1934:39):
Lakast var, að upp til ýta
annarra ég varð að líta,
en — ofan horfðu menn á mig.