Gripla - 01.01.1998, Page 253
SKÁLDIN ÞRJÚ OG ÞJÓÐIN
251
um kveðskap Sigurðar. En í bréfi til Bjama Þorsteinssonar amtmanns dag-
settu 30. desember 1830 (1986:130) er hann andvígur því að forsmá Áma
Böðvarsson:
Ama Bödvarsson skulum vid ecki ad öllu Leiti forsmá! Rímur eru
Skáldskapartegund útaf fyrir sig, og Skáld sem gétur þóknast Al-
menníngi, er þó ad minnsta Kosti gódur í Folkepoesie, og svomikid
er víst ad einginn stirdr Versificator gétur Almúga þóknast, en meira er
varid í Lidugleikann en margur hyggur ... einginn af þeim heldri
Versasmidum sem nú lifa er rétt lidugr nema Eigilsen einn ... Ockar
Tíma Ami Bödvs. (Breidfiord) hefdi gétad ordid mikid Skáld — en, til
ad verda lidugur verdur hann lágur og hégómlegur.
I eldra bréfinu kveður að ýmsu leyti við annan tón og skiptir mestu að rímur
eru kallaðar skáldskapartegund, að vísu „útaf fyrir sig“ en ef til vill er ekki
rétt að leggja yfirgripsmeiri merkingu í þessa viðbót en orðalagið felur í sér.
Erfiðara virðist á hinn bóginn að átta sig á því hvaða merkingu Bjarni leggur
nákvæmlega í hugtakið skáld, m.a. vegna þess að þarna er sýnilega átt við
Áma Böðvarsson á Ökrum sem var eitt helsta rímnaskáld 18. aldar. Næst lagi
liggur ef til vill að skilja svo þessa staðhæfingu að skáld með hæfileika Áma
séu vel að sér í þjóðkvæðum eða um þau, nema hvorttveggja sé, og þess
vegna fundvís á alþýðleg yrkisefni. En varla er heldur fráleitt að túlka þetta
orðalag svo að slíkt skáld ætti hægt með að leggja stund á „Folkepoesie“, sé
í það hugtak lögð merkingin skáldskapur við alþýðuskap sem ekki hefur
slípast í munnmælum. En hvort sem um er að ræða er ekki fullljóst hvort
menn öðlast skáldnafn fyrir andagift, vinsældir alþýðu eða liðugleikann að
mati Bjama í þessu bréfi. Ástæðan til þess er sú að samanburður Bjama á
hugtökunum skáld og versificator er ekki beinn vegna orðalagsins „stirðr
Versificator“. I því felst samt jafnframt ábending um ójafna stöðu skálda og
þeirra sem ekki hafa annað til brunns að bera en hagmælskuna eina saman.
Að lokum kallar Bjami Eigilsen, þ.e. Sveinbjöm Egilsson þá kennara við
Bessastaðaskóla, einn „af hinum heldri Versasmidum sem nú lifa“.
Að vísu er erfitt að andmæla því með rökum að versasmiður geti sem best
náð yfir bæði orðin skáld og versificator, en samt er undarlegt að Bjami
Thorarensen skuli ekki hafa tekið upp þessa hámákvæmu þýðingu latneska
orðsins. Þess ber samt að minnast að íslenskir skólagengnir menntamenn
bæði á öndverðri 19. öld og fyrr höfðu numið latneska skáldskaparfræði og
lesið dönsk rit um bókmenntir; var þeim því fullljós greinarmunur Rómverja
hinna fomu á poéta og versificator og Dana á digter og rimer. Að fornu var