Gripla - 01.01.1998, Side 254
252
GRIPLA
ekki skilið á milli skálda og hagyrðinga, svo að séð verði, þó að málsnjall
maður hafi á þeim tímum verið kallaður hagmœltr (Fritzner 1886:690 og
Cleasby, Vigfússon, Craigie 1957:231). I Háttatali Snorra Sturlusonar kemur
lika fyrir hagmœlt sem afbrigði af töglagi. Tengslin við háttarheidð gætu bent
til þess, að þetta orð hafi einkanlega verið haft um þá sem gerðu vísur og ljóð,
kviðlinga og fræðiþulur, en til þess dugði mönnum að hafa brageyra auk
þekkingar á einföldum bragarháttum. En háttarheitið brýtur ekki í bága við
áherslu skáldanna á sífellt vandaðri og jafnframt flóknari hætti ásamt nýstár-
legri kenningum, heldur bendir það á mikilvægi hagmælskunnar í þessari
ásókn í frumleika. Skáldunum var beinlínis nauðsynlegt að leggja stund á
hagfelld vinnubrögð sem sumum öðrum til að færa þekkingu sína í viður-
kenndan búning (Sverrir Tómasson 1988:180-189).
Sem von er hefur geysimargt glatast af fomum, norrænum skáldskap og
stundum standa heiti kvæðanna ein eftir eða þá nöfn skáldanna eintóm. En
aðeins heitið skáldfíflahlutur hefur geymst um hlutskipti þeirra samtíðar-
manna skáldanna, sem reyndu af vanefnum að líkja eftir skáldunum. Um
þann hlut kemur orðið leirburður fyrir þegar á 16. öld bæði í vísum Halls
Magnússonar og í Islandslýsingu Odds Einarssonar. Orðalagið leir ara ens
gamla er í lausavísu Þórarins stuttfelds, íslensks skálds á 12. öld (Finnur
Jónsson 1912:491, Páll EggertÓlason 1926:526, SverrirTómasson 1996:49-
56). Leir merkir þama skítur, ari er fom mynd af öm; er þama vísað til sagn-
arinnar fornu úr Snorra-Eddu um Óðin. Um sömu viðhorf vitnar kveðskapur
sá sem kenndur hefur verið við Hakabrag (Jón Samsonarson 1989:57-64).
Varla er fjarri því að ætla að menn hafi farið að nota orðið hagmæltur
þegar komið var fram á 17. öldina en það kemur fyrir seint á 17. öld í orða-
sambandinu „hagmæltur til skáldskapar" (Alþingisbækur 7:349, 9:109) og
hagorður um svipað leyti (sjá Stefán Ólafsson 1886:17). En ekki er það fyrr
en í heimspekiriti frá upphafi 18. aldar, Lofi lyginnar, að auðsýnn greinar-
munur sjáist gerður á skáldum og hagmæltum mönnum. Höfundurinn, Þor-
leifur Halldórsson (1683-1713), getur um þá „andríku menn og þau furðu-
verk náttúrunnar sem skáld kallast“ og segir síðan (1988:45):
Hinir aðrir, sem ljóð kunna að gjöra en ekki dikta eður ljúga upp
efninu, hafa ekki þá æru að heita skáld heldur nefnast þeir hagmæltir,
hvað latínskir kalla versificatores. Og er það merkilegt að skáld hafa,
svo vel hjá Grikkjum sem Rómverjum, sitt nafn af því orði sem merk-
ir að gjöra eða dikta upp nokkuð af öngvu.