Gripla - 01.01.1998, Page 255
SKÁLDIN ÞRJÚ OG ÞJÓÐIN
253
En Páll Vídalín hélt fomum hætti að kalla alla skáld og styðst þar sennilega
einnig við skoðanir alþýðu því að í riti hans Recensus poetarum er skáldum
skipað í flokk eftir því hvort um er að ræða: „mikið skáld, skáld með betra
slag, heppið skáld, skáld í meðallagi, meðallipurt skáld“, eins og Guðrún
Ingólfsdóttir (1994:68) bendir á. Orðið hagmælska kemur ekki fyrir, svo vitað
sé, fyrr en í formála Eggerts Ólafssonar að kvæðum sínum seint á 18. öld
(1832:5). Þar stendur m.a.:
Sumir kveða bæði fljótt og liðuglega, en þá vantar efni, innföll og
andagift; þeir eru kallaðir og haldnir góð skáld, en hafa ei utan þá
grein íþróttarinnar sem nefnist hagmælska.
Rekur Eggert svo skilmerkilega ýmsa ágalla skálda og klykkir út með þessum
orðum (1832:5):
Svo skal þá eitt algjört skáld hafa þessar höfuðgáfur til að bera: hag-
mcelsku, andríki og smekk; í smekknum sé kjörvísi, skamtr og við-
kvæm nærfæmi innifalin ...
Er ekki laust við að þama sé boðuð koma Jónasar Hallgrímssonar. Jafnhliða
skoðanaskiptum lærðra manna um skáldskaparmál var svo búið til hugtakið
hagyrðingur úr hagorður, en elsta þekkta dæmi þess er í Rímum af Hjálmtý
og Ölvi sem Árni Böðvarsson á Ökrum orti árið 1769 (Bjöm K. Þórólfsson
1965:clxiv). Samt finnst það orð ekki á prenti fyrr en langt er komið fram á
19. öld.
í greininni Fjölni kallaði Tómas Sæmundsson (1838:8) þýska skáldið Lud-
wig Tieck „eitthvurt hið mesta skáld nú á dögum“ enda þótt hann vísaði til
rita Tiecks í óbundnu máli. Hjá Tómasi virðist hugtakið skáldskapur ná yfir
allt skáldlegt, sbr. „í hvurju fegurð og snilld alls skáldskapar er í fólgin“
(1838:9).
Áhrif ritlistarinnar á höfundarhugtakið í íslenskum bókmenntum frá því á
átjándu öld og fram á hina tuttugustu hefur Þröstur Helgason rakið greinilega
(1995:279). En höfundarvitundin er í vissum skilningi eldri ritlist bæði í
dróttkvæðum og ævintýrum. Einnig er frumlegri framsetningu reistar mis-
munandi skorður í bókmenntum og munnmælum, og munar þar mestu að
sagnamenn breytast í rithöfunda og áheyrendur í lesendur. Að vissu leyti á
þetta einnig við um skáld og hagyrðinga því að þeir verða að reiða sig á
minni og áhuga hlustendanna til þess að yrkingar þeirra komist í munnmæli.
En á móti vegur ákveðin formfesta hins bundna máls sem gerir það auð-