Gripla - 01.01.1998, Page 256
254
GRIPLA
lærðara sögnum og ævintýrum. Þetta auðveldar mönnum við að leggja
kvæði og vísur á minnið til að geta haft yfir síðar öðrum til fróðleiks og
skemmtunar stundum óbreytt eða lítt úr lagi fært. Með ritlistinni öðluðust
menn hins vegar ákveðið sjálfstæði og þurftu ekki að taka beint til greina
hvers konar gagnrýni þótt sameiginleg varðveisla beggja efnisflokka eddu-
kvæða, goðakvæða og hetjukvæða, í Konungsbók einni handrita, beri þess
nokkurt vitni hve hætt þessi kvæði voru komin vegna þverrandi áhuga
manna. Þá gátu einstakir kviðlingar, vísur og jafnvel þulubrot varðveist vegna
tengsla við efni í óbundnu máli sem skráð var.
Svo fór að hver hópur skáldmæltra manna af öðrum tók orðið skáld í arf
og voru þar löngum mikilvirkust rímnaskáld og sálmaskáld. Eins og rúss-
neski fræðimaðurinn M.I. Steblin-Kamenskij (1982:99) hefur bent á er
„rómantíska stefnan í grundvallaratriðum í því fólgin að mörk persónuleikans
voru skilgreind að nýju, og leiddi það til uppgötvunar hins innra heims sjálfs-
ins.“ I rómantísku stefnunni kristallaðist aldalöng þróun einstaklingsvitundar-
innar og mikilvægs þáttar hennar, höfundarvitundarinnar. í öndvegi íslenskra
bókmennta voru nú leiddir hinir frumlegu höfundar. Það var engin tilviljun að
þeir voru skáld heldur var það í rökréttu samhengi við samhengið í íslenskum
bókmenntum frá upphafi. A þessum tímamótum í sögu þjóðarinnar þótti því
einsætt að hefja skáldanafnið til nýs vegs og virðingar sem fólu í sér kröfur
um nýtt frumleikahugtak í skáldskap. Jafnframt var hið foma sett skör lægra
og skilgreint sem hagmælska.
7 Lokaorð
Engin skáld á Islandi höfðu áður staðið í eins fjörugu sambandi við þjóðina
og elstu rómantísku skáldin, enda voru þau fyrstu íslensku skáldin sem áttu
þess einhvem kost að fá nýort kvæði birt á prenti innan árs. Munaði þar
mestu um Klausturpóstinn, Fjölni og Ný félagsrit. Ekki vita menn samt nú
hvemig Bjama Thorarensen var innanbrjósts þegar hann varð ekki var við
nein viðbrögð við kvæðinu Island, nema verið hafi háðstilvitnun Stefáns
Stephensens amtmanns „slepjuskaps ódyggðir" í frumprentunina — síðar
breytt í „læpuskaps ódyggðir“ — og Stefán skaut inn í bréf um kvonbæna-
raunir Bjama. Bróðir Stefáns, Magnús Stephensen, hafði birt kvæðið fremst
í tímariti sínu Klausturpóstinum, en kvæðið „stingur gersamlega í stúf við allt
annað efni í ritinu, bæði að því er varðar anda og skáldskapargildi“, eins og
Þorleifur Hauksson (1976:9) kemst að orði. Þegar höfð er í huga gagnkvæm
óvild Bjama og Stefánunga á þessum árum er ekki örgrannt um að birting