Gripla - 01.01.1998, Síða 274
272
GRIPLA
b) Til áherslu (þessari notkun skal þó stillt í hóf).
Sé þörf á frekari leturbreytingum getur farið vel á að nota HÁSTAFI eða
HÁSTEFLINGA.
Forðast ber að nota feitt letur eða hástafi í stað skáleturs.
9 Tilvitnunarmerki og sérstök tákn
Einföld tilvitnunarmerki, ‘ eru einkum notuð til að afmarka merkingu
dæma, til að afmarka merkingu hugtaka og til að afmarka leturtákn.
Tvöföld tilvitnunarmerki, „ “, eru notuð til að afmarka stuttar orðréttar
tilvitnanir.
Aldrei skal hafa greinarmerki (t.d. punkt) innan tilvitnunarmerkja nema
það tilheyri tilvitnuninni.
Hljóðrituð dæmi skulu höfð innan homklofa, [ ], og skal reynt að fara sem
næst eftir íslenskum hljóðritunarvenjum og/eða alþjóðlega hljóðritunarkerf-
inu I.P.A. Homklofar em einnig notaðir til að afmarka athugasemdir eða leið-
réttingar höfundar inni í tilvitnun. Ennfremur eru homklofar notaðir til að af-
marka ólæsilega stafi eða orð í uppskrift handrits (sjá nánar í 14. kafla).
Hljóðkerfisleg dæmi skulu höfð á milli skástrika, //.
Endurgerð dæmi skulu merkt með * og skáletruð eins og önnur dæmi.
Þegar fellt er niður úr orðréttri tilvitnun skal það gefið til kynna með þrem-
ur punktum, ..., eins og venja er.
Bandstrik, -, er aðeins notað til að skipta orði á milli lína og tengja samsett
orð sem ekki er unnt að rita í einu orði.
Þankastrik, -, er sett á milli talna í sömu merkingu og forsetningin til, auk
þess sem það er stundum notað í stað punkts eða kommu.
í tilvitnunum í handrit geta komið fyrir sérstök tákn sem að jafnaði skal
taka nákvæmlega upp, sjá nánar í næsta kafla.
Um notkun oddklofa, slaufusviga o.fl. tákna sjá 14. kafla.
10 Tilvitnanir
Höfundur ber fulla ábyrgð á að vitnað sé rétt til annarra rita.
Tilvitnanir í prentuð rit með latnesku stafrófi eru teknar nákvæmlega upp,
stafréttar. Óþarft er þó að sýna hvernig leyst er upp úr böndum og skamm-
stöfunum, ef um slíkt er að ræða, ef það skiptir ekki máli. Tilvitnanimar eru
stafréttar með réttritunar-, málfars- og efnisvillum ef um þær er að ræða.
Höfundur getur þó komið á framfæri athugasemd um slíka villu innan hom-
klofa inni í texta tilvitnunarinnar eða leiðrétt hana en þá verður það að koma