Gripla - 01.01.1998, Page 277
LEIÐBEININGAR UM FRÁGANG GREINA
275
Að jafnaði skal reynt að forðast millitilvísanir í heimildaskrá.
Heimildir sem kenndar eru við höfund eða höfunda skulu því aðeins
skammstafaðar að mjög oft sé til þeirra vitnað.
Viðbótarupplýsingar, t.d. um frumútgáfu, endurútgáfu eða ljósprentun, má
hafa innan homklofa.
Heiti tímarits eða bókar sem dreift er opinberlega skal vera skáletrað, en
ekki annað, nema þá það sem er skáletrað í titli bókar. Ekki skal skáletra undir-
titil bókar eða viðbótarheiti og ekki heldur heiti greinar. Bókfræðilegar upp-
lýsingar skulu vera stafréttar nema hvað í stað rómverskra talna í ártölum,
bindisnúmerum o.s.frv. skal nota serkneskar tölur.
Ekki skal getið útgefanda tímarits og ekki er þörf á að geta útgefanda ef
ritið er uppselt fyrir löngu (og útgefandi ekki lengur til).
Þessum reglum skal nú lýst nánar:
A Greinar í tímaritum:
Bjami Vilhjálmsson. 1990. Postulínsgerð og hestavíg. Athugun á heimild
Jóns Espólíns um hestaþing á Bleiksmýrardal. Gripla 7:7-50.
Ciklamini, Marlene. 1993. The Hand of Revision: Abbot Amgrímr’ Redac-
tion of Guðmundar saga biskups. Gripla 8:231—252.
Margrét Eggertsdóttir. 1995. Þýskt gyllinistafróf í þremur íslenskum þýð-
ingum. Gripla 9:63-96.
B Greinar í bókum:
Guðvarður Már Gunnlaugsson. 1994. Lesbrigði í AM 455 fol. Vitnis-
burður um týnd handrit? Sagnaþing helgað Jónasi Kristjánssyni sjötugum 10.
apríl 1994, bls. 289-305. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík.
Haugen, Odd Einar. 1988. Grensa kring vitskapen. Om demarkasjonslinjer
i tekstkritikken. Tekstkritisk teori og praksis. Nordisk symposium i tekst-
kritikk Godöysund 19.-22. mai 1987, bls. 63-94. Novus forlag, Oslo.
Torfi H. Tulinius. 1994. The Purloined Shield or Egils saga Skalla-Gríms-
sonar as a Contemporary Saga. Samtíðarsögur. The Contemporary Sagas.
Forprent. Preprints, bls. 758-769. Níunda alþjóðlega fomsagnaþingið. The
Ninth Intemational Saga Conference, Akureyri.
14 Útgáfur
I Griplu eru birtar útgáfur á stuttum textum sem varðveittir eru í hand-
ritum. Þeim skal fylgja inngangur, formáli eða eftirmáli útgefanda og gilda
um hann sömu reglur um frágang og um greinar (sbr. 4.-13. kafla). í inngangi