Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Síða 7
7
sem sjálfsagt var ekki óeðlilegt út frá þeirra sjónarmiði. Aðrir
hafa útmálað hina sömu sem einfeldninga og hindurvitnaspek-
inga. En heimsendaspár eru þó algengari en virðist og stundum
ná slíkar spár ekki nema til smásvæðis, eins og Íslands, þrátt
fyrir nafnið. Þeir sem ekki hafa viljað taka loftslagsspár með öllu
trúanlegar hafa verið taldir öfgamenn andsnúnir vísindum, þótt
vísindalegur ágreiningur ríki um loftslagsspárnar. Þær eru að
vísu flestar til áratuga eða jafnvel alda, svo erfitt er að sannreyna
þær með 100 prósent öryggi.
Bragi Ólafsson blaðamaður tekur undir niðurstöður leiðarans í pistli sem
ber nafnið „Hlægilegar heimsendaspár“ og þremur dögum síðar birtir
samstarfsmaður hans, Kristján Jónsson, mjög svo villandi fréttaskýringu
um myndun skýstróka, þar sem hann segir „nær útilokað […] að tengja
afbrigðileg veðurfyrirbæri við“ hlýnun jarðar.6
Viðbrögð Davíðs Oddssonar og skoðanabræðra hans eru næsta fyr-
irsjáanleg. Það er til marks um hversu pólitísk umræðan um loftslagsvís-
indin hefur verið að 92% þeirra bóka sem gefnar voru út í hinum ensku-
mælandi heimi á árunum 1972 til 2005, og drógu í efa gildi um hverfisverndar,
voru tengdar hugveitum og stofnunum yst á hægri armi stjórnmálanna.7
Oft einkennist „vísindaleg rökræða“ þrýstihópanna af því sem breski
heimspekingurinn Jeremy Bentham skilgreindi sem „þvælu á stultum“,
bulli sem er klætt í dularbúning vísindalegrar orðræðu, en er ekkert annað
en traustvekjandi fáfræði.8
6 Sjá „Heimsendir dregst. Heimsendaspár fá illan endi“, Morgunblaðið 21. maí 2011,
bls. 32; Bjarni Ólafsson: „Hlægilegar heimsendaspár“, Morgunblaðið 27. maí 2011,
bls. 22; og Kristján Jónsson: „Dularfull og skelfileg veðurfyrirbæri“, Morgunblaðið
30. maí 2011, bls. 16.
7 Peter J. Jacques, Riley E. Dunlap og Mark Freeman, „The organissation of denial:
Conservative think tanks and environmental scepticism“, Environmental Politics,
júní 2008, 17:3, bls. 349–385, hér bls. 360 og 361. Einnig má nefna grein Aarons
M. McCright og Riley E. Dunlap: „Challenging global warming as a social pro-
blem: An analysis of the Conservatie Movement’s Counter-Claims“, Social
Problems, nóvember 2000, 47:4, bls. 499–522, sjá sérstaklega tölulegar upplýsingar
í töflum á bls. 508.
8 Nýleg bók um óljósar markalínur vísinda og gervivísinda í samtímaumræðunni er
Nonsense on Stilts: How to Tell Science from Bunk eftir Massimo Pigliucci, Chicago og
London: The University of Chicago Press, 2010. Pigliucci ræðir meðal annars
kenningar um tengsl stjórnmála og loftslagsvísinda (bls. 134–159) og greinir
umræðuna um vitræna hönnun (bls. 160–186).
HÁSKÓLINN Á TÍMUM KREPPU