Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 8
8
Lesandi Ritsins hefur ekki sagt að fullu skilið við vísindin með umfjöll-
un Guðna því að síðustu tvær greinar heftisins snúast um íslenskar sam-
tímabókmenntir á mörkum vísindaskáldskapar og fantasíu. Björn Þór
Vilhjálmsson skrifar um nóvelluþríleik Steinars Braga Himininn yfir
Þingvöllum (2009) á meðan Sigrún Margrét Guðmundsdóttir fjallar um
Skaparann (2008) eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Í báðum bókum er
glímt við dauðahvötina, ómeðvitaða þrá eftir endalokum, heltekna kyn-
hvöt sem sprettur úr firrtri neyslu og leiðir til sjálfsútrýmingar ef ekki
verður að gáð. Björn Þór orðar það svo: „Hið hnattræna efnahagskerfi […]
grefur eigin gröf með óröklegri neysluhringrás […]. Þannig má jafnvel
segja að hugmyndin um sjálfsútrýmingu vitfirrtrar fuglategundar í
„Dögum þagnar“ skírskoti til sjálfseyðandi hvata mannsins sem hér eru
settar í samhengi við neitunina að huga að endimörkum vistkerfisins. Slíka
neitun má vitanlega lesa sem „árás“ á komandi kynslóðir“ (bls. 156).
Er háskólinn sem stofnun í krísu? Hallar á vísindin í samtímaumræðunni?
Einhverjar slíkar vangaveltur vakna hugsanlega með lesendum eftir lestur
greinanna í þessu hefti, ef vissan um slíka krísu dró þá ekki að heftinu til að
byrja með. Í kjölfar íslenska efnahagshrunsins hafa spurningar um ábyrgð
háskólakennara sífellt gerst áleitnari, vangaveltur um mótspyrnu gagnrýn-
innar hugsunar í vestrænum markaðssamfélögum og hvort fræðimenn geti
miðlað annarri veruleikasýn til almennings en þeirri sem ráðandi er.
Þessum áleitnu spurningum hefur hópur íslenskra fræðimanna leitast við
að svara á undanförnum misserum í ræðu og riti. Rannsóknarverkefnið
„Háskólinn í krísu?“ er unnið í samvinnu við EDDU – öndvegissetur, sem
styrkir einnig útgáfu þessa heftis Ritsins. EDDA studdi málþing með sama
nafni í Háskóla Íslands 20. nóvember 2010 um háskólastarf og samfélags-
legt hlutverk háskóla, en þar fluttu erindi Páll Skúlason, Sverrir Jakobsson,
Irma Erlingsdóttir, Salvör Nordal, Birna Bjarnadóttir, Viðar Hreinsson og
Njörður Sigurjónsson.
Hægt er að takast á eftir ýmsum leiðum. Átökin geta verið um jafn ólík
málefni og stjórnmál, vísindi og fræði, á sviði menningar- og menntamála
eða á hinu gamalkunna átakasvæði trúarlífs. En þau geta líka snúist um
sjálfan vettvanginn, hvað hæfi tilteknum vettvangi, hvers konar umræða
megi fara fram innan hans. Í vestrænum samfélögum, þar sem málfrelsi er
almennt viðurkennt, koma átök um vettvang í stað beinnar skoðanakúg-
unar: Ein staklingum er ekki bannað að láta skoðanir sínar í ljós, en þeim er
GUÐNI ELÍSSON OG JÓN ÓLAFSSON