Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 11
11
INNGANGUR
Irma Erlingsdóttir
Af veikum mætti
Ábyrgðar- og gagnrýnishlutverk háskóla1
Í bók sinni Háskóli án skilyrða (f. L’université sans condition) lýsir Jacques
Derrida háskóla sem ekki er til, en byggist á skilyrðislausum rétti til and-
spyrnu, mótþróa og óhlýðni gagnvart hvers konar valdi, hvort sem um er
að ræða fullvalda ríki, efnahagsvald, hugmyndafræði, menningu, fjölmiðla
eða trúarbrögð. Slíkur háskóli á ekki að vera í skjóli fyrir gagnrýnum
spurningum, heldur staður afbyggingar sem tekur til alls: lýðræðis, full-
veldis, ábyrgðar og gagnrýninnar sjálfrar. Þar er leyfilegt að segja allt og
gera það opinbert, jafnvel þótt um sé að ræða hreinan skáldskap eða til-
raunir um þekkingu.2 Þetta skilyrðisleysi tengir háskóla við aðra menn-
ingarstofnun, „bókmenntirnar“, í evrópskum og nútímalegum skilningi
hugtaksins. Í bókmenntum er leyfilegt að segja allt opinberlega en einnig
að eiga sér leyndarmál. Staða slíks háskóla er refhverfð eða oxýmorísk;
sterk en jafnframt veik. Skilyrðisleysið sem styrkir háskólann, gerir mót-
stöðuna mögulega, er jafnframt það sem veikir hann og gerir hann mót-
tækilegan eða berskjaldaðan fyrir áhrifum valds – einmitt vegna þess að
það er ómögulegt, hefur aldrei verið og getur ekki orðið.3 Hið óvíga skil-
yrðisleysi háskóla er óhlutbundið (abstrakt) og ofhverft (hýperbólískt).
Frelsi, sjálfræði eða innbyggt ónæmiskerfi háskóla gera hann ekki full-
valda því að fullveldi er reist á valdi. Skilyrðisleysið er án valds og án varna
og því andstætt fullveldi. Markmiðið er ekki að öðlast slíkt utanaðkomandi
1 Grein þessi er liður í rannsóknum EDDU – öndvegisseturs í gagnrýnum samtíma-
rannsóknum við Háskóla Íslands. Höfundur þakkar Rannsóknasjóði Háskóla
Íslands fyrir fjárhagslegan stuðning.
2 Þetta er það sem aðgreinir háskólann frá öðrum stofnunum þar sem hægt er að
segja allt, til dæmis kirkjunni (skriftir/játning/syndajátningar (f. confession reli
gieuse)) og sálgreiningu (f. la libre association en situation psychanalytique).
3 Sbr. Jacques Derrida, L’université sans condition, París: Galilée, 2001, bls. 18–19.
Ritið 1/2011, bls. 11–24