Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Síða 14
IRMA ERLINGSDÓTTIR
14
greina þetta vandamál innan hugvísindanna sjálfra. Edward Said orðaði
þetta svo: „Atvinnumennska felst í því að líta á sig sem atvinnu-mennta-
mann sem vinnur milli kl. 9 og 5, með annað augað á klukkunni og hitt á
því sem telst rétt og fagleg hegðun; það má ekki hrófla við neinu, ekki
rugga bátnum eða fara út fyrir viðurkennd landamæri eða mörk – atvinnu-
maðurinn stígur fram söluvænn og frambærilegur en umfram allt óum-
deildur og „hlutlægur“.8
Þannig hafa menntamenn sífellt fjarlægst hlutverk þjóðfélagsgagnrýn-
enda, eins og það þróaðist á 20. öld. Frá sjónarhóli valdsins var litið á þá
menntamenn sem viðhöfðu þjóðfélagsgagnrýni sem nánast óþjóðholla
uppreisnarmenn sem drógu í efa ráðandi gildi. Þeim var því oft kennt um
það sem miður fór í samfélaginu. Franskir hægrimenn gerðu Marcel
Proust að blóraböggli fyrir „siðferðishnignun“ þriðja lýðveldisins í
Frakklandi. Joseph Schumpeter leit á menntamenn sem ógn við kapítal-
isma. Og Arthur Koestler og fleiri sökuðu menntamenn um að ganga
erinda alræðisafla á kaldastríðstímanum. Frá vinstri var menntamönnum
ekki síður ætlað stórt hlutverk. Antonio Gramsci taldi að hefðbundnir
menntamenn væru í raun ekki sjálfstæðir og óháðir ráðandi öflum, þótt
þeir héldu það sjálfir.9 Hins vegar gerði hann sér vonir um að nógu margir
þeirra gengju byltingaröflunum á hönd. Avner Gouldner gekk lengra með
því að skilgreina menntamenn sem hina „nýju stétt“, nýtt frelsisafl sem
hefði leyst öreigana af hólmi í þeirri viðleitni að koma á betra og réttlátara
þjóðfélagi. Það sem vinstri og hægri menn gátu sammælst um var að
menntamenn hefðu mikil áhrif á samfélagið og almenningsálitið.10 Þá
staðreynd að fáir líta nú á menntamenn sem ógn sem stofnar siðferði eða
hefðbundnum gildum í hættu má að hluta rekja til sérfræðivæðingarinnar.
Þeir hreyfa ekki lengur við samfélaginu.
Staða menntamanna og sérfræðingavaldið
Hlutverk sérfræðinga er bundið starfinu og stofnuninni sem þeir heyra
undir og þekkingarframleiðslan tekur mið af atvinnumennskunni. Þegar
taka þarf á samfélagsvandamálum er leitað til sérfræðinga innan og utan
8 Edward Said, Representations of the Intellectual, London: Vintage, 1994, bls. 55.
9 Antonio Gramsci, Selections from the Prison Notebooks, London: Lawrence og
Wishart, 1971, bls. 5–23.
10 Frank Furedi, Where have all the intellectuals gone. Confronting 21st century philist
inism, London og New York: Continuum, 2004, bls. 27–30.