Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 20
IRMA ERLINGSDÓTTIR
20
hún nefndi skáldskap. Þeir væru of bundnir fastmótuðum stofnanahug-
myndum sem þeir ættu erfitt með að slíta sig frá. Háskólinn ætti að vera
hugsaður eins og leikhús, þar sem nemendur kynnast mismunandi hlut-
verkum, sjónarmiðum og afstöðu – þar sem eitthvað ófyrirsjáanlegt getur
gerst, hér og nú. Forsenda þess konar háskóla er nauðsynlegt sjálfræði til
að geta varið sig gagnvart hagsmunum stjórnmálavalds og efnahagslífinu
sem og öðrum þjóðfélagsstofnunum.28 Ekki er unnt að slíta hugtakið aka-
demískt sjálfræði (e. autonomy) frá fullveldinu (e. sovereignty) sem táknmynd
valds vegna þess að það afmarkar. En slíkt rými er einnig nauðsynlegt til að
geta varist valdinu. Í því felast ákveðin forréttindi, en til að geta sinnt
ábyrgðarhlutverki sínu gagnvart samfélaginu þarf háskólinn að geta starf-
að án þess að vera rígbundinn og ofurseldur utanaðkomandi öflum. Það er
liður í því að tala frjálst, milliliðalaust og skilyrðislaust til samfélagsins.
Þrátt fyrir kröfuna um akademískt frelsi eru háskólar auðvitað ekki
sjálfráðar stofnanir. Á milli ríkisvalds og ríkisháskóla er ávallt togstreita þar
sem háskólinn er fjárhagslega háður ríkisvaldinu. Ríkisvaldið getur markað
háskólastefnu í nafni hugmyndafræði eins og hér var gert með markvissum
hætti með stofnun „ríkisrekinna einkaháskóla“. Að sama skapi getur ríkis-
valdið tryggt háskólafólki ákveðið svigrúm í nafni hlutleysiskröfu með því
að skipta sér ekki með beinum hætti af rannsóknum og rannsóknaniður-
stöðum. Þannig getur skapast vettvangur fyrir gagnrýna samfélagsrýni og
andspyrnu. Háskólinn verður vettvangur afbyggingar, jafnvel borgaralegr-
ar óhlýðni. Þessi togstreita afhjúpar því aðra mótsögn: Hún er hamlandi
fyrir rannsakendur og skapar þeim á sama tíma rými fyrir gagnrýna sam-
félagssýn.
Lítil gagnrýni hefur komið fram á markaðs- og stofnanavæðingu há-
skóla. Þessi þróun hefur leitt til „þægilegrar samvinnu við fyrirtæki“, sem
skilyrða oft styrki við eigin hagsmuni, og hefur ýtt undir stutt „hagnýt
námskeið“ sem síðan eru vottuð af háskóla. Innan háskóla birtist þessi
sama viðskiptahugsun í því að fjármögnun þeirra gengur fyrir akademísku
28 Sjá „Le Pas sage à l’université“, fyrirlestur við Stanford háskóla, 18. mars 1998
[óbirt handrit í vörslu höfundar]. Það má reyndar þýða heiti þessa fyrirlesturs á
marga vegu, hvort sem „pas sage“ eru lesin sem tvö orð eða sem eitt orð, „pas-
sage“. „Pas sage“ þýðir „ekki vitur“ í bókstaflegri merkingu, en í texta Cixous
þýðir það að takmarka sig ekki við fyrirfram gefna þekkingu, eitthvað sem við
þykjumst vita eða gefum okkur að sé viska; „pas sage“ þýðir líka að vera með óspekt-
ir eða vera óhlýðin. Í orðinu „passage“ felst hreyfing, það að vera á hreyfingu, fara
í gegnum rými/svæði, en orðið þýðir enn fremur aðgangur, vegur, gata, stígur,
texti eða textabrot.