Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 26
JÓN ÓLAFSSON
26
hátæknisamfélagi samtímans hlýtur vísindastarfsemi háskólasamfélagsins
að vera í forgrunni. En áherslan á þjónustu við atvinnulífið getur haft víð-
tækari áhrif, meðal annars orðið til þess að skapa andúð á þeim háskóla-
greinum sem ekki virðast strangt tekið nauðsynlegar, ekki síst á húmanísk-
um greinum. Þau hvörf sem verða í háskólastarfi þegar einblínt er á það
hlutverk háskólans að þjálfa nemendur til að taka við tilteknum störfum
geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir hann sem róttækt, tvírætt fyrir-
bæri. Það má halda því fram að með því að einblína á þjónustuhlutverkið
sé fótunum kippt undan háskólanum sem sjálfstæðri stofnun. Sé eina hlut-
verk háskólans talið vera að þjóna atvinnulífinu, eða þjóna atvinnulífinu
skilyrðislaust, er háskólinn á villigötum. Hann getur ekki sinnt þessu hlut-
verki vel nema hlutverk hans sé líka sett í víðara menningarlegt, félagslegt
og pólitískt samhengi. Þetta samhengi krefst meðal annars húmanískra
greina.
Þannig getur háskólinn á endanum ekki komið að því gagni sem hann á
að gera nema innan hans þrífist líka djúp, alvarleg og hörð gagnrýni á sam-
tímann hverju sinni. Hann þarf að hafa vakandi auga á stjórnmálaástandi, á
atvinnulífi, fjármálum, iðnaði og annarri starfsemi sem stöðugt gefur lof-
orð um betri heim og betra líf, en ógnar um leið tilveru okkar og umhverfi.
Þannig er háskólinn í eðli sínu klofin stofnun og það veldur því að háskól-
ar sem náð hafa ákveðinni stærð og fótfestu í samfélaginu geta aldrei verið
eins og hver önnur fyrirtæki. Þeir eru alltaf líkari samfélagi en fyrirtæki:
Innan þeirra er togstreita, rétt eins og í samfélaginu og þess vegna getur
háskóli aldrei sett sér einföld árangurstengd markmið fyrir alla starfsemi
sína. Þetta er ekki veikleiki. Fræðileg og pólitísk togstreita er lífvænlegri
jarðvegur rannsókna en gagnrýnislaus sátt. Þetta einkenni háskólans stuðl-
ar líka að því að öflugasta samfélagsgagnrýnin hverju sinni geti komið frá
háskólunum.
Markmið þessarar greinar er að fjalla um þann vanda sem háskólinn
stendur frammi fyrir í ljósi þessa tvíeðlis hans. Reynt verður að sýna fram
á að ábyrgð þeirra sem leiða háskólana sé að varðveita togstreituna sem
einkennir háskólasamfélagið. Þeir eiga að standast þá freistingu að eyða
henni í þágu hagrænna, pólitískra eða stjórnsýslulegra markmiða. Slík
markmið kunna við fyrstu sýn að virðast skerpa fókus háskólanna og auð-
velda þeim að auka gæði í kennslu eða rannsóknum. En þegar betur er að
gáð spilla þau fyrir því að háskólinn sé það sem hann þarf að vera:
Vettvangur átaka og togstreitu og gagnrýnið afl í samfélaginu.