Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Side 29
RÓTTæKUR HÁSKÓLI – TVÍRæÐUR HÁSKÓLI
29
engin mótsögn heldur ein birtingarmynd samskipta innan háskólasam-
félagsins og sambands þess við samfélagið almennt.
Hvaða hagsmuni á háskólasamfélagið að standa vörð um? Sumir vildu
kannski orða þessa spurningu öðruvísi og segja: Hvaða gildi á háskóla-
samfélagið að standa vörð um? Í stefnu Háskóla Íslands eru gildi hans talin
upp. Þau eru: Akademískt frelsi, samfélagsleg ábyrgð, sjálfstæði og ráð-
deild, fjölbreytni og árangur, heilindi og virðing, jafnrétti og fjölbreyti-
leiki.4 Þetta eru allt mikilvæg grundvallargildi – það er engin leið að mót-
mæla því að Háskóli Íslands (eða hvaða háskóli sem vera skal) eigi að gera
þessi gildi að sínum. En þau eru þó af því tagi að með því að setja þau í for-
grunn er lítið sagt um eðli stofnunarinnar sem hefur þau að leiðarljósi. Þau
eru almenn og sjálfsögð og þótt mikilvægt sé að láta þau í ljós, hafa þau á
prenti, eru þau engar fréttir.
Geta þessi grunngildi, eða sambærileg, varið háskólasamfélagið þegar
að því er sótt? Geta þau stuðlað að eðlilegri endurnýjun aðferða, skipulags
og hugsunarháttar? Til þess að svo megi verða þarf háskólasamfélagið að
vera sér meðvitað um að það hlýtur alltaf að búa við grundvallar hags-
munatogstreitu. Annarsvegar eru hagsmunir róttækni og umbreytingavilja,
hinsvegar hagsmunir íhaldssemi og varðveislu. Hvorir tveggja eru mikil-
vægir, hvorir tveggja eiga rétt á sér, fæstir geta skipað sér alfarið öðru-
megin. En þó eru þessir hagsmunir í eðli sínu andstæðir.
Íslenskt háskólasamfélag er, hvað sem öðru líður, ekkert annað en hluti
af alþjóðlegu háskólasamfélagi. Þó að spurningar og ágreiningsefni eigi
sínar staðbundnu birtingarmyndir eru vandamálin sambærileg um allan
heim. Tvær nýlegar bækur sem fjalla um vanda (eða kreppu) bandarísks
háskólasamfélags um þessar mundir draga á merkilegan hátt fram þær
andstæður í greiningu sem tvíeðli háskólans leiðir til. Höfundarnir eru
sammála um að háskólar á Vesturlöndum glími við alvarlegan tilvistar-
vanda, en þeir greina þó vandann á gerólíkan hátt. Þetta eru rit Mörthu C.
Nussbaum, sem er prófessor í heimspeki við Chicago háskóla og Marks C.
Taylor, en hann er prófessor í trúarbragðafræði við Columbia háskóla. Ég
ætla að fjalla stuttlega um greiningu þeirra á þeim vanda sem ég hef lýst
hér. Nussbaum bendir á nauðsyn þess að varðveita skilning á og virðingu
fyrir klassískri háskólamenntun sem leggur áherslu á húmanískar greinar.
Taylor telur aftur á móti að vestrænt háskólafólk standi frammi fyrir því að
þurfa að gerbreyta kennsluaðferðum sínum og rannsóknaáherslum, þar
4 Stefna Háskóla Íslands 2011–2016, bls. 7.