Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Qupperneq 37
37
RÓTTæKUR HÁSKÓLI – TVÍRæÐUR HÁSKÓLI
annað en iðnaður sem í mörgum tilfellum skili hvorki samfélaginu né vís-
indum og fræðum nokkru sem máli skiptir.17 Í augum Taylors er skipulag
háskóla og fyrirkomulag háskólakennslu úrelt, það varðveiti starfsemi sem
komin sé úr öllu sambandi við nothæf markmið rannsókna annarsvegar,
þjálfunar og kennslu hinsvegar. Á sama tíma soga háskólarnir til sín meira
og meira fé og kostnaður við háskólamenntun eykst stöðugt. Að því leyti
megi líkja háskólunum við fjármálaheiminn skömmu áður en bólan
sprakk.18
Taylor heldur því fram að „háskólabólan“ sé við það að springa.19 Það
er að vísu ekki ljóst hvað nákvæmlega gerist þegar og ef hún springur. Eftir
sem áður eru háskólarnir, hvað sem um þá má annars segja, miðstöðvar
sérhæfðrar þjálfunar. Hið fyrirsjáanlega hrun gæti birst í snöggum og
afdrifaríkum viðsnúningi gagnvart klassískri háskólamenntun. Það gæti
komið fram með því að háskólarnir leggi meira kapp á skýran rannsókna-
fókus og setji allt fjármagn sitt í rannsóknir sem hafa beina tengingu við
iðnað og nýsköpun í atvinnulífi. Það myndi verða til þess að greinar sem
stuðla að varðveislu fræða og eflingu gagnrýni og greiningar á samfélagi
og menningu missi gildi sitt sem hluti vísindanna. Það gæti líka birst í því
að hefðbundnir háskólar glati því undirstöðuhlutverki sem þeir hafa (eða
virðast hafa) í samfélaginu nú. Þeir muni ekki stýra rannsóknum eða vera
vettvangur þeirra rannsókna sem mestu skipta hverju sinni. Öflug fyrirtæki
taki í auknum mæli við rannsóknahlutverki háskólanna og færi sérhæfðar
rannsóknir nær atvinnulífinu. Það má hugsa sér fleiri möguleika, en í
rauninni er spurningin þó alltaf þessi: Hvað getur háskólinn gert til að
missa ekki stöðu sína sem vettvangur vísindalegrar og fræðilegrar umræðu?
Hvernig getur hann orðið sterkara samfélag þar sem í senn eru stundaðar
leiðandi rannsóknir á öllum sviðum og fram fer heilsteypt og gagnrýnin
umræða um vísindi, fræði, samfélag, menningu og pólitík?
Taylor telur að breytingar á kennsluháttum og kennsluaðferðum séu
lykillinn að þeim umskiptum sem þurfi að verða á háskólum, en breytt við-
horf til rannsókna skiptir líka miklu máli, ekki síst hvað varðar tengslin á
milli þeirra og vinnu með nemendum: „Það sem háskólakennarar bjóða
nemendum sínum upp á þarf að breytast, ekki síður en aðferðirnar sem
þeir beita. Það er nauðsynlegt að vinna með fólki á nýjan hátt, ekki aðeins
17 Mark Taylor, Crisis on Campus, bls. 21–22, 47, 139.
18 Mark Taylor, Crisis on Campus, bls. 94, 101–103.
19 Mark Taylor, Crisis on Campus, bls. 5.