Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Síða 39
39
RÓTTæKUR HÁSKÓLI – TVÍRæÐUR HÁSKÓLI
mannafla. En bæði reyna þau að sýna fram á að háskólinn sé lífakkeri sið-
menningarinnar og að hrörnun háskólasamfélagsins viti á óheillavænlega
þróun í samfélaginu yfirleitt.
Í stefnumótun Rannís og Vísinda- og tækniráðs á undanförnum árum
hefur sannfæringin um bein tengsl efnahagslegrar velferðar og öflugs
háskólastarfs – einkum rannsókna – verið leiðarljós.22 Sama gildir um til-
raunina til að greina íslenska háskóla og móta stefnu í háskólamálum sem
stjórnvöld hafa staðið fyrir undanfarin tvö ár, án þess að hún hafi skilað
áþreifanlegum árangri öðrum en þeim að búið er að stofna net opinberu
háskólanna með hugsanlega sameiningu þeirra fyrir augum.23 Íslensk
stjórnvöld fylgja erlendum fyrirmyndum um rannsóknir, fjármögnun rann-
sókna og gæðaeftirlit með háskólamenntun og rannsóknum. En stefnu-
mörkun stjórnvalda er óskýr og því setja margvíslegir (meintir) hagsmuna-
árekstrar innan háskólasamfélagsins meiri svip á umræður um háskólamál
en umræður og átök um stefnu og áherslur stjórnvalda.24 Því hefur verið
haldið fram að í stað núverandi háskólasamfélags sem byggist á nokkrum
sjálfstæðum háskólastofnunum þyrfti að koma tvennt. Annarsvegar vís-
indalega öflugur rannsóknaháskóli sem einbeitir sér að fáeinum vísinda-
greinum sem Íslendingar hafa getið sér gott orð í (eða eiga möguleika á að
ná framúrskarandi árangri í), og hinsvegar ein eða fleiri kennslustofnanir
sem hefðu fyrst og fremst það hlutverk að veita góða almenna háskóla-
menntun í öllum helstu greinum fræða og vísinda. Tryggja þurfi að megn-
22 Sjá „Byggt á sterkum stoðum. Stefna Vísinda- og tækniráðs 2010, samþykkt í des-
ember 2009“, (sótt á heimasíðu Vísinda- og tækniráðs 15. janúar 2011) http://vt.
is/files/Stefna_VTR_2010-2012_198837433.pdf, bls. 7. Sjá einnig: Eiríkur Stein-
grímsson og Magnús Karl Magnússon, „Fjármögnun vísindarannsókna á tímum
kreppu“, Fréttablaðið 5. október 2010, bls. 18.
23 „Stefna um opinbera háskóla“, fréttatilkynning 9. ágúst 2010, aðgengileg á vef
mennta- og menningarmálaráðuneytisins (sótt 15. janúar 2011). Sjá einnig: http://
www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/5546. Sjá einnig:
Katrín Jakobsdóttir, þingræða 18. október 2010. http://www.althingi.israeda/139/
rad20101018T154307.htm (sótt 15. janúar).
24 Félag prófessora við ríkisháskóla afhjúpaði þennan ágreining með eftirminnileg-
um hætti vorið 2010 þegar stjórn félagsins lýsti því yfir að Háskóli Íslands gæti
sparað samfélaginu á annan milljarð króna með því að taka við mestallri kennslu
sjálfstæðu háskólanna (HR og Bifrastar). Sjá tillögu stjórnarinnar á vef félagsins:
http://www.professorar.hi.is/files/sparnaðartillogur–FPR–loka–2.pdf. Sjá einnig
umfjöllun mína í erindi á Rannsóknaþingi Rannís 27. maí 2010: „Rannsóknir,
samfélagsrýni og andóf í háskólasamfélaginu“, aðgengilegt á vefsíðu minni: http://
www.jonolafs.bifrost.is/2010/05/28/veikleikar–haskolasamfelagsins-og–fullkom-
ið–abyrgðarleysi–rikisprofessora/.