Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 40
40
JÓN ÓLAFSSON
ið af því fjármagni sem varið er til háskóla- og rannsóknastofnana renni til
þeirra rannsókna sem bestar og öflugastar eru hverju sinni samkvæmt
alþjóðlega viðurkenndum mælikvörðum á rannsóknir.25
Í umræðum um háskólamál hefur „samfélagssjónarmiðið“ stundum
rekist á „rannsóknasjónarmiðið“. Þessi árekstur kom til dæmis fram í and-
svörum tólf háskólakennara við Háskólann í Reykjavík haustið 2010, sem
andmæltu viðhorfum Katrínar Jakobsdóttur mennta- og menningarmála-
ráðherra. Hún færði rök fyrir því í flokki þriggja greina í Fréttablaðinu að
háskólastofnanir hefðu samfélagslegt hlutverk til viðbótar við rannsókna-
hlutverk sitt. Í síðustu greininni segir Katrín:
Menntun felst ekki aðeins í að fá þjálfun í tilteknu starfi eða verklagi.
Hún felst í að efla þroska sinn og skilja hvað felst í því að vera
maður. Hún felst í því að temja sér gagnrýna hugsun þannig að hver
og einn geti tekið sjálfstæða og gagnrýna afstöðu í flóknum málum.
Lengi vel hefur þetta verið undirstaða alls háskólanáms í Bandaríkjum
Norður-Ameríku að háskólanemar taka grunn í heimspeki, listum
og öðrum húmanískum fögum sem á að þjóna þessum tilgangi.26
Þessu andmæltu háskólakennararnir tólf og héldu því fram að viðhorf ráð-
herrans endurspeglaði sérstakt dálæti á húmanískum greinum á kostnað
raunvísinda. Katrín líti svo á að „gagnrýnni hugsun sé fyrst og fremst (og
kannski eingöngu) þjónað af húmanískum greinum. Ef það er rétt, þá er
það rökrétt ályktun að leggja þurfi mun meiri áherslu á húmanískar grein-
ar til að efla gagnrýna hugsun og þannig bæta samfélag okkar.“ Skoðun
tólfmenninganna er hinsvegar sú að gagnrýnni hugsun sé best þjónað með
öflugum rannsóknum, þær knýi hana áfram, enda sé gagnrýnin hugsun í
grunninn einfaldlega hugsun og aðferð vísinda.27
Í grein sem birst hafði viku fyrr fjallaði Katrín um tengsl háskóla og
atvinnulífs og hélt því fram að reynslan sýndi að slík tengsl þyrfti að með-
höndla með gagnrýnu hugarfari. Hún benti á að of greiður aðgangur fyr-
25 Sjá til dæmis: Karl ægir Karlsson, „Góðir og ódýrir háskólar“ birt á vef Vísis 19.
október 2010, aðgengileg á http://www.visir.is/article/2010849361878 (sótt 15.
janúar 2011).
26 Katrín Jakobsdóttir, „Háskólar í mótun III“, Fréttablaðið 21. október 2010, bls.
22.
27 Anna Ingólfsdóttir og ellefu meðhöfundar, „Gagnrýnin hugsun og háskólastarf“
Fréttablaðið 11. nóvember 2010, bls. 26.